Ljón á latnesku er "Panthera leo". Þau eru stærstu kattardýr í heimi og eru þau kölluð "konungar dýranna". Þau geta verið allt að 120 cm á hæð og 5 metrar að lengd. Ljón öskra hæst af öllum kattardýrum og getur það heyrst í fimm kílómetra fjarlægð. Þau hafa gulbrúnan feld og karlljónin hafa stóran og mikinn makka í kringum höfuðið, niður hálsinn og stundum niður á maga. Karlljónin eru þyngri en ljónynjurnar og geta þeir verið 250 kg og þær 180 kg. Ljón eru spendýr og fæða ljónynjurnar vanalega 2 til 4 hvolpa í einu. Þegar hvorlparnir fæðast er feldurinn á þeim doppóttur en það hjálpar þeim að falla inn í umhverfið. Þegar þeir eldast fara doppurnar af og ljónið verið gulbrúnt eins og fullorðin ljón. Ljón finnast á sléttum í Afríku sunnar en Sahara eyðimörkin og í Asíu í Gir skóginum í vesturhluta Indlands, en þar eru ekki mörg eftir.
Ljón eru rándýr og borða aðallega stór dýr eins og sebrahesta, villigrísi og buffala. Ljón eru einu kattardýrin sem lifa í hópum og eru hóparnir misstórir en það er algengt að þau séu í kringum 15 saman. Það eru oftast 2 karlljón í hópnum og margar ljónynjur sem eru amma, mamma og dætur en karlljónin eru rekin úr hópnum þegar þau eru 3 ára og þurfa að finna sér nýjan hóp. Karlljónin verja hópinn en ljónynjurnar veiða mat. Maðurinn er líklega mesti óvinur ljónsins því að hann er eina dýrategundin sem veiðir þau. Í dag eru ljón í kringum 20 þúsund en fyrir 30 árum voru þau 200 þúsund vegna þess að maðurinn er búinn að veiða svo mikið. Þau geta lifað í allt að 10 til 14 ár. Það er bara til ein tegund af ljónum, samt er stærðarmunur á afrísku ljónunum og asísku ljónunum en þau afrísku eru stærri.
Heimildaskrá: https://is.wikipedia.org/wiki/Lj%C3%B3n , http://www.visindavefur.is/svar.php?id=2583, https://www.defenders.org/lion/basic-facts
Credits:
Created with images by BPBricklayer - "lion tanzania africa" • PublicDomainPictures - "lion cub young"