Þemavinna Umhverfismennt og lýðheilsa

Út er komið nýtt námsefni frá Norrænu ráðherranefndinni sem nefnist „Af stað með úrgangsforvarnir“.

ítarlegar kennsluleiðbeiningar fylgja efninu

Úrgangsforvarnir fela í sér að:

Draga úr magni úrgangs með breyttri notkun, endurnýtingu eða lengri líftíma vöru

Minnka magn skaðlegra efnasambanda í efnum og vörum

Markmið námsefnisins er að auka skilning á umhverfisáhrifum neyslu og úrgangsmyndunar bæði staðbundið og hnattrænt.

Höfuðáhersla er lögð á að koma í veg fyrir myndun úrgangs, nýta auðlindir sem best og koma í veg fyrir framleiðslu ónauðsynlegs varnings. Á ráðstefnu Skóla á grænni grein þann 10. febrúar 2017 kyntu Margrét Hugadóttir, sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein og dr. Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Landvernd námsefnið.

Hvernig virkum við nemendur til þáttöku ?

Oft er gott að vekja nemendur til umhugsunar með myndskeiðum. Fræðslumyndin "Hugh´s war on waste" frá BBC er einmitt mynd sem nær til krakka og tekur á ýmsum málum oft málum sem við áttum okkur ekki á.

Hér má sjá kynninguna að þeim myndaflokki. En sum atriðin má finna sjálfstæð á Youtube.com

Í kennsluleiðbeiningum með námsefninu, segir meðal annars:

Atriði sem styrkja sjálfsmynd og ábyrgð nemenda í verkefnavinnu:

Allir koma að hugmyndavinnunni

> Ef öllum nemendum finnst að þeir hafi áhrif á markmiðsetningu og framkvæmd verkefnis.

> Ef nemendum finnst að þeir séu virtir sem jafningjar við verkefnavinnuna.

> Ef nemendur hafa brennandi áhuga á að breyta hlutunum.

> Ef nemendum gefst kostur á að viðra hugmyndir sínar og hafa bein áhrif á gang mála.

> Ef nemendur skilja til fullnustu hvert vandamálið er.

> Ef nemendur sjá sitt eigið „handbragð“ á velheppnuðu verkefni í lokin.

> Ef nemendur hljóta almenna viðurkenningu fyrir verk sín, ekki síst í nærsamfélaginu.

Heilmikil áhersla er lögð á að nýta nærsamfélagið og vinna verkefnin í samvinnu við og með upplýsingum frá og til samfélagsins.

Í verkefninu um fatnað er t.d. tekið dæmi að því hvernig hægt er að beita viðtalstækni til að afla sér upplýsinga um breytta neyslu í samfélaginu.

VIÐTÖL VIÐ ELDRI BORGARA:

VIÐTÖL VIÐ ATHAFNAFÓLK:

Í nemendabókinni eru frábærar hugmyndir að verkefnum og gríðarlegt magn upplýsinga sem vert er að vinna úr.

Spurningin er: Eigum við ekki að taka okkur saman og taka t.d. eina önn næsta vetur til að vinna að umhverfismálum ?

Vinna þá sérstaklega með verkefnin í námsefninu og nota til þess alla eða a.m.k. hluta af tímum í íslensku, samfélagsfræði og náttúrufræði auk þess að virkja smiðjurnar.

Eftir það væri hugsanlegt að nota þetta námsefni t.d. í einhverjum ákveðnum árgangi eða nota það annað hvort ár og þá í tveimur árgöngum saman.

Tillögur !!!

Þemadagar í vor !

Hugmyndin er að hafa þemadaga með þemum Grænfánans. Í ár erum við að huga að úrgangi og ekki síður að lýðheilsu. Nú langar okkur til að við sem hópur komum að þeirri vinnu og komum með tillögur að verkefnum eða smiðjum sem hægt væri að útfæra á slíkum þemadögum.

grænfáninn

Við erum þegar búnar að upphugsa einhverjar tillögur sem þið megið gjarnan koma með athugasemdir um ef þið viljið og bæta síðan við.

Nú langar okkur að skipta ykkur í hópa eftir stigum á eftirfarandi hátt:

Umsjónakennarar í 1. - 3. bekk og stuðningsfulltrúar sem fylgja þeim + Magnhildur, Alla, Ásthildur, Elín, Eva B, Gunnhildur, Dadda, Sigurborg og Stephen, myndia hóp fyrir yngsta stig.

Umsjónakennarar 4. - 6. bekk + stuðningfulltrúar sem þeim fylgja + Anna Björg, Elín Birna, Eva Ó, Katrín, Sigurður Páll, Sunna, Þórgunnur mynda hóp fyrir miðstig.

Umsjónakennarar 7. - 10. bekkjar + Eygló, Aðalheiður, Elsa, Fjóla, Gulla, Ingibjörg K, Ingvi, Kristín G., Rannveig, Sæmundur, Flórentína, Tómas, Þórdís mynda hóp fyrir elsta stigið og skila inn tillögum að verkefnum.

Hver hópur nær sér í tölvu og fer inn á skjalið sitt inni á sameign neðst. Skjölin eru merkt umhverfisþema 2017, yngsta stig, miðstig og elsta stig. Hópurinn opnar skjalið sem á við hann og kemur með fleiri tillögur og útfærsluhugmyndir, vistar síðan skjalið aftur á sama stað.

Takk fyrir !!

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.