HJALLINN Desember 2016

Forvarnarvika Álfhólsskóla 2016

10. Bekk var skipt niður í tvo hópa sem horfðu á myndina “Falskur fugl” og gerðu svo verkefni um efnið sem fjallað var í myndinni, eiturlyf og neyslu þess. Ef þið hafið áhuga á því horfa á myndina, ekki mælt með, þá er hún hér.

Eftir að báðir hóparnir voru búnir að horfa á myndina var hópunum skipt í enþá smærri hópa sem áttu að gera verkefni um forvarnir og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að lenda í neyslu.

------------------------------------------------------------------------------------------------------

Halloween í Pegasus

Þann 31. október var haldin Halloweenviðburður í Pegasus. Það var opið hús tvisvar sinnum yfir daginn, fyrst klukkan 17:00 til 18:30 og svo kl. 19:30 til 22:00. Á fyrra opna húsinu voru skorinn út grasker. Krakkarnir fengu grasker og fóru að skera innan úr og gera andlit. Margir mættu í búningum. Eftir að búið var að skera graskerin voru þau sett á sviðið sem er í salnum. Síðan voru öll ljós slökkt og spiluð draugatónlist. Það var keppt í að borða hangandi kleinuhringi, sem flesta á sem stystum tíma. Einnig var keppt í hvaða hópur var fljótastur að rúlla klósettpappír utan um einn aðila í hópnum. Og svo var keppni um flottasta búninginn en sigurvegarinn var Kristín Una Hólmarsdóttir. Eftir það var horft á forvarnamyndband sem var gert af Andra Óskarssyni.

------------------------------------------------------------------------------------------------

M&M kökulengjur

30 kökur

Það sem til þarf:

125 g smjör við stofuhita

1 ½ dl sykur

1 ½ dl púðursykur

1 egg

1 msk vanillusykur

½ tsk matarsódi

smá salt

3 dl hveiti

1 ½ dl M&M smartís

Hitið ofninn á 180°C.

Blandið saman smjöri, sykri, púðursykri, eggi, vanilusykri, matarsóda og salti. Bætið hveitinu saman við og hrærið snögglega saman í deig.

Skiptið deiginu í tvennt (eða fernt fyrir minni lengjur), rúllið því út í lengjur og leggið á bökunarplötu klædda bökunarpappír (passið að hafa gott bil á milli því þær renna út).

Þrýstið lengjunum aðeins út og dreifið M&M yfir þær.

Bakið í 15-18 mínútur (styttið bökunartíman örlítið ef þið gerið fjórar lengjur).

Skáskerið lengjurnar í sneiðar þegar þær koma úr ofninum (á meðan þær eru heitar) og látið síðan kólna.

Nutellakökur

2 eggjahvítur

2,5 dl flórsykur

1/2 dl hveiti

1/2 dl kakó

1tsk vanillusykur

1 dl nutella

Hitið ofninn á 175°

Hrærið eggjahvítum og flórsykri saman í um 1 mínútu.

Hrærið kakó, hveiti, vanillusykri og nutella saman við.

Notið tvær skeiðar til að gera 12 deigskammta á smjörpappírsklædda ofnplötu.

Bakið við 175° í um 12 – 15 mínútur.

Látið kökurnar kólna á ofnplötunni.

Karamellutoppar

Það sem til þarf:

3 eggjahvítur

200 g púðursykur

300 g karamellukurl

Hitið ofninn á 150°C

Stífþeytið eggjahvítur og púðursykur.

Hrærið karamellukurli varlega saman við.

Myndið toppa með tveimur teskeiðum og setjið á bökunarplötu klædda bökunarpappír.

Bakið í 15-20 mínútur.

------------------------------------------------------------------------------------------------

------------------------------------------------------------------------------------------------

Jólatískan í ár

------------------------------------------------------------------------------------------------------

Jólahefðir í ýmsum löndum

------------------------------------------------------------------------------------------------------

Topp jóla listar

Topp erlendu jólalögin

All I want for christmas

Santa Claus is coming to town

Let it snow

White Christmas

Santa baby

Last Christmas

Topp íslensku jólalögin

Það koma vonandi

Snjókorn falla

Ég fæ jólagjöf

Jólahjól

Ég hlakka svo til

Jól alla daga

------------------------------------------------------------------------------------------------------

Þann 25. nóvember var haldið draugahús á vegum félagsmiðstöðvarinnar Pegasusar.

Krakkarnir sem buðu sig fram fengu að setja upp draugahúsið og leika í því. Meira en 100 manns mættu og gengu í gegnum draugahúsið og komu skíthrædd út. Krakkarnir fengu að fara í hópa og mátti ráða hópunum. Það voru 17 hópar sem fóru í gegn og það tók 15 mín að fara í gegnum það. Það voru geðsjúklingar, trúðar, uppvakningar og margt fleira. Krakkarnir voru mjög ánægð með draugahúsið og sögðu að það væri miklu betra en síðast. Og vonum við að það verði á næsta ári. Þorfinnur og Hugi fengu að ganga í gegnum draugahúsið og voru skíthræddir.

Mánudaginn 5. desember á opnu húsi verður myndbandið af draugahúsinu sem Andri Óskarsson tók upp frumsýnt. Hægt er að skoða klippu á instagraminu og Facebook síðu hans "klipparinn".

------------------------------------------------------------------------------------------------------

10. og 9. bekkur Álfhólsskóla var boðið í bíó á myndina “Eiðurinn” eftir Baltasar Kormák. Öllum 10. og 9. bekkjum á landinu var reyndar boðið á myndina. Það er menntamálaráðuneytið sem stendur fyrir því að bjóða öllum þessum skólum. Myndin var áhugaverð og Baltasar sjálfur talaði við nemendur og svaraði spurningum þeirra þegar hún var búin.

Created By
Ritstjórn Hjallans
Appreciate

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.