Miðvikudagur og fimmtudagur Á Blasteini

MIÐVIKUDAGUR

Útivera er orð dagsins hjá okkur þennan miðvikudaginn. Elstu börnin gerðu sér ferð á Hrafnistu að syngja fyrir gamla fólkið og fengu að launum piparkökur og djús áður en haldið var til baka í leikskólann. Við sem vorum heima fórum út að leika í snjónum að renna, mála og annað sem hugmyndaflugið bauð upp á.

Tilbún í ferðalag

Málað í snjónum

Hér er verið að undirbúa veislu

Þoturassarnir notað til hins ýtrasta

Vinkonuspjall

Eftir hádegi kom Harpa kennari af þúfu með okkur og kveikti upp í eldstæðinu með okkar. Fengum við að grilla epli og banana í þessari veðurblíðu sem við höfum verið svo heppin að hafa síðustu daga

Eftir útiveru kíktum við í salinn og lékum okkur aðeins með rör sem okkur áskotnuðust og kassa sem höfðu fullt af götum. Þetta verkefni reyndi á samvinnu, að skipta á milli, að flokka og búa til munstur, telja og fleira.

FIMMTUDAGUR

Við tókum ákvörðun að nota þetta fína veður og fara öll saman í Litla skóg eins og við köllum það. Jóhanna kennari var svo sniðug að útbúa vigt fyrir okkur að taka með þar sem ætlunin var að safna hlutum eins og steinum, greinum, snjó og svo tökum við vatn með okkur til að vikta og skoða betur.

Það var líka hægt að renna sér

Það þarf líka stundum að huga að viðhaldi og her er vinnuflokkur að huga að endurvótum a geimstöðinni okkar

Við tókum líka fram jarðleirinn

Jarðleir

Takk fyrir okkur og góða helgi

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.