dk + Roomer Heildarlausn fyrir hÓtel og gististaði

dk viðskiptahugbúnaðurinn er alhliða viðskipta- og upplýsingakerfi, sérlega hentugt fyrir hótel og gististaði. Hann er að fullu þróaður á Íslandi fyrir íslenskar aðstæður og hefur verið vinsælasti viðskiptahugbúnaðurinn á Íslandi um 18 ár.

Með kerfinu fylgja full uppsett fyrirtækjaform fyrir hótel og gististaði.

Roomer er snjallt, þægilegt og öflugt hótelstjórnunarkerfi (PMS) sem hentar vel fyrir allar stærði og gerðir af hótelum og gististöðum. Með kerfinu fylgir fjöldinn allur af tólum og tækjum sem hjálpar þínum gististað að hámarka tekjur og nýtingu yfir allt árið, m.a. bókunarhnappur og markaðstorg (Channel manager) með öllum stærstu bókunarrásunum.

Sparaðu tíma og tengdu hótelið þitt við yfir 200 bókunarsíður

Fundarferð dk + Roomer október 2016

18.10.2016 | Reykjavík - fundarsalur Orkuveitu Reykjavíkur | kl. 09:00

19.10.2016 | Suðurland - Hótel Katla | kl. 10:00

20.10.2016 | Austurland - Hótel Valaskjálf | kl. 10:00

21.10.2016 | Norðurland - Menningarhúsið Hof Akureyri | kl. 10:00

24.10.2016 | Vesturland - Hótel Stykkishólmur | kl. 10:00

25.10.2016 | Reykjavík - fundarsalur Orkuveitu Reykjavíkur | kl. 09:00

Skrá mig á kynningu; vinsamlegast tilgreinið fyrirtæki, fjölda gesta og fundarstað í tölvupósti.

dk POS afgreiðslukerfið

dk POS afgreiðslukerfið hentar einstaklega vel fyrir stóra sem smáa veitingastaði. Afgreiðslukerfið er með öflugt veitingahúsakerfi þar sem hægt er að senda pantanir inn í eldhús, geyma sölu á borð eða hótelherbergi. Auðvelt að skipta greiðslu/borði og taka við gjaldmiðlum.

iPad snjalltækjalausnir létta afgreiðslu og auka þjónustustig

Í dk POS er hægt að nýta snjalltæki eins og iPad eða iPhone til að taka pantanir út í sal og jafnvel klára söluna þar. Þetta eru allt þættir sem gera dk POS afgreiðslukerfið eitt það besta sem völ er á fyrir hótel og gististaði.

Örugg hýsing gagna

Hýsingarþjónusta dk hefur verið starfandi frá árinu 2006 undir nafninu dkVistun og hefur vaxið mikið. Nú er svo komið að yfir 3.000 fyrirtæki eru með bókhaldið sitt í skýinu hjá dk.

Yfir 5.000 notendur nýta sér þjónustu dkVistunar

dkVistun sér um alla afritun gagna og annast uppfærslu hugbúnaðar sem tryggir aukið rekstraröryggi. Því má segja að með notkun skýjalausna dk verði kostnaður vegna reksturs tölvubúnaðar fyrirsjáanlegur.

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.