Loading

Ljóstillífun grunndvöllur alls lífs

Ljóstillífun

Þessi mynd skýrir ljóstillífun á einfaldan hátt. Loftaugu plantnanna hleypa í sig koltvísýring CO2 og ræturnar taka upp vatn úr jarðveginum. Í grænukornum laufblaðanna eru þessi efni brotin niður og með hjálp sólarorku er þeim raðað saman aftur en nú í Glúkósa (sykru) og súrefni.

Í þessu einfalda myndbandi er farið yfir helstu atriði ljóstillífunar. Þó það sé á ensku ættuð þið að skilja það ef þið fylgist vel með.

Efnajafna ljóstillífunar

Hér að ofan sjáið þið efnajöfnu ljóstillífunar. Í orðum þýðir þetta:

Plantan tekur til sín 6 koltvísýringssameindir og 6 vatnssameindir. Með hjálp sólarorkunnar ( örin ) brýtur hún þær í sundur og festir frumeindirnar saman aftur á nýjan hátt og býr þannig til ný efni. Nýju efnin eru Glúkósi (sem er sykra) og súrefni.

Plantan nýtir síðan glúkósann sem orkugjafa en losar sig við súrefnið út um loftaugun.

Í grænukornum plöntufrumanna sem þú sérð á þessari mynd hér á bak við er geymt efnið blaðgræna. Blaðgrænan ásamt sólarorkunni gerir ljóstillífunina mögulega.

loftaugu

Á hverju laufblaði eru hundruðir loftaugna sem sjá um að hleypa lofttegundum inn í og út úr plöntunni. Utan um loftaugun eru sérstakar frumur sem kallast varafrumur (vegna lögunar sinnar) Varafrumurnar geta þanist út og minnka þá loftaugun eða loka þeim alveg til að hindra að lofttegundir komist inn eða út úr plöntunni, eða dregist saman til að stækka loftaugun og hleypa meira magni loftsameinda í gegn. Því má segja að loftaugun og varafrumurnar gegni mikilvægu starfi við að stjórna hraða ljóstillífunar.

Hér útskýrir Gauti Eiríksson kennari helstu hluta ljóstillífunar.

Ef þið ýtið á takkann hér að ofan komið þið inn á grein á vísindavefnum þar sem ljóstillífun er útskýrð nánar.

Og hér er síða með útskýringum og myndum fyrir þá sem vilja fá nánari skýringar

Takið eftir því að plantan tekur upp vatn og steinefni með rótunum EKKI næringu. Næringuna býr hún til sjálf með ljóstillífuninni, þó vatn og steinefni séu nauðsynleg til þess.

Annar algengur misskilningur er sá að plantan sé að framleiða næringu og súrefni fyrir mennina og dýrin. Það er auðvitað ekki svo heldur ætlar plantan sér að sjálfsögðu að nýta næringuna sem hún framleiðir fyrir sjálfa sig og súrefnið er í raun úrgangur hennar eftir ljóstillífunina. Það vill bara svo heppilega til fyrir okkur sem eru algerlega háð því að fá súrefnið sem plönturnar láta frá sér.

Hér fáið þið síðan ágætis yfirferð Gauta Eiríkssonar á 5. kafla. Yfirferðin er í tveim hlutum, Gjörið þið svo vel.

Created By
Gudlaug Úlfarsdóttir
Appreciate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.