Loading

Dýrin mín stór og smá Feikileg fjölbreytni

Dýr eru skilgreind sem ófrumbjarga fjölfrumu lífverur. Það þýðir að þau eru gerð úr mörgum frumum og geta ekki framleitt eigin fæðu

Skiptast í hrygglaus dýr og hryggdýr (seildýr)

Hryggleysingjar komu fyrstir og hryggdýr hafa þróast af þeim

Fyrstu lífverurnar og fyrstu dýrin komu fram í vatni og þaðan hafa þau breiðst út um alla jörðina líka þurra landið.

Smá kaldhæðni

Hryggdýrin komu einnig fyrst fram í vatni. Fyrstu hryggdýrin voru fiskar. Af fiskunum þróuðust síðan fyrstu landdýrin en það voru froskdýr.

Þróun dýra úr hafi yfir á land

Allur sá gífurlegi fjöldi af lífverutegundum sem nú prýða jörðina eru komnar af sömu forfeðrum. Fyrst komu einfrumungarnir, síðan einfaldir hryggleysingjar í vatni/sjó. Út frá þeim komu síðan flóknari hryggleysingjar í sjónum og að lokum fyrstu og einföldustu hryggdýrin sem voru frumstæðir fiskar. Þessi dýr hafa síðan þróast yfir í allar þær þúsundir tegunda af fiskum og krabbadýrum sem lifa í sjó og vötnum. Þar á eftir komu síðan fyrstu landdýrin en það voru hryggdýr sem þróuðust af fiskum – froskdýrin.

Froskur

INNRI OG YTRI FRJÓVGUN

Dýr sem lifa í vatni eiga auðvelt með að frjóvga egg utan líkamans. Eggjunum er verpt á ákveðinn stað og sáðfrumum sprautað yfir. Ef nægilega mikið magn er af hvorutveggja hlýtur eitthvað af því að hitta hvert anað og frjóvgun að verða.

Þetta er hinsvegar ekki hægt á þurru landi svo það bauð upp á vandamál fyrir fyrstu landdýrin. Froskar geta enn ekki lifað langt frá vatni því öll þeirra frjóvgun fer fram í vatni.

Eins og sjá má á þessu myndbandi eru dýr með ytri frjóvgun ekkert sérstaklega að vanda sig. Þau nota þess í stað gríðarlegan fjölda eggja og sáðfruma til að auka líkurnar á að frjóvgun heppnist. (Takið eftir litla hængnum sem laumast að eggjunum. Til hvers er hann að því ??)

Frjóvgun utan líkamans er auðveld í vatni því vatnið og straumar þess sjá til að blanda saman eggfrumum og sáðfrumum. Þetta er hinsvegar glötuð aðferð á landi. Fyrstu landdýrin þróuðust af sjávardýrum sem notuðu ytri frjóvgun og voru þess vegna háð því að fjölga sér í vatni þó þau væru farin að lifa að öllu öðru leiti á landi. Dæmi um þannig dýr eru froskar og salamöndrur. Dýr sem þróuðust síðan af þessum dýrum fundu lausn á þessum vanda með því að þróa með sér innri frjóvgun. Þá er sáðfrumunum ( í flestum tilfellum) sprautað inn í líkama kvendýrsins þar sem þær komast að eggjunum.

HEITT OG MISHEITT BLÓÐ

Fyrstu dýrin þurftu ekki að spá í líkamshita því hiti hafanna er oftast stöðugur og líkamshiti þeirra fylgdi honum því bara.

Þegar dýrin skriðu á land gat þetta orðið vandamál þar sem sólin var oft gríðarlega heit á daginn og nætur kaldar.

Sum dýr þróuðu með sér hitastilli sem heldur líkamshitanum jöfnum þrátt fyrir breytilegar ytri aðstæður.

Þetta litla myndband gefur frekar einfalda mynd af málinu en stendur alveg fyrir sínu.

Dýr með breytilegan líkamshita kallast dýr með misheitt blóð

Dýr með hitastilli sem jafnar út hitan kallast dýr með jafnheitt blóð

Þetta er öllu flóknara myndband en þið ættuð þó flest að skilja það í meginatriðum þó hér sé talað um dálítið flókin hugtök sem þið hafið örugglega ekki heyrt áður á ensku.

En kíkjum nú á mismunandi hópa dýra. Við byrjum á þeim einföldustu og fikrum okkur síðan áfram yfir í æ flóknari dýr.

SVAMPDÝR OG HOLDÝR

Svampdýr eru einföldustu dýrin. Þau eru samansett úr frumum sem vinna meira og minna hver fyrir sig án mikils samstarfs.

Svampdýr

Vísir af samstarfi felst þó í því að sumar frumurnar hafa sérstök hlutverk eins og að sópa vatni með næringarefnum inn í dýrið, eða að mynda kynfrumur.

Svampdýr með áberandi op til að síja næringarefni í gegn um.

Sumar frumurnar mynda kynfrumur – sáðfrumur og egg

Svampdýr

HOLDÝR

Holdýr eru flóknari en svampdýr.

Holdýr eru með holrými inni í miðjum líkamanum og eitt op inn í það. (matur og úrgangur fara um sama op.)

Holdýr hafa bara eitt líkamsop en holrými inni í líkamanum.

Sum holdýr hafa arma með sérstökum frumum sem kallast brennifrumur. Brennifrumurnar eru með eitur sem getur lamað aðrar lífverur bæði til varnar og veiða.

Brennifruma skýtur eitrurbroddi inn í fórnarlamb, til varnar eða veiða.

Ef líkamsopið snýr upp kallast dýrið Holsepi (sæfíflar) en ef opið snýr niður kallast það Hvelja (marglitur)

Holsepi - opið snýr upp frá botninum
Hvelja opið snýr niður í átt að botninum

Marglitur eru að 95% vatn en geta notað armana til að draga til sín fæðu inn í munninn eftir að brennifrumurnar hafa lamað bráðina

Kóralrif, mismunandi litirnir á kórulunum stafa af þörungum sem lifa samlífi með kórölunum og fá vernd hjá þeim gegn því að framleiða fæðu.

Kóraldýr mynda kóralrifin þegar ný dýr festa sig á skeljar dauðra dýra. Myndun rifjanna tekur þúsundir ára. Litur kóralrifjana kemur af þörungum sem lifa í rifjunum.

LINDÝR OG SKRÁPDÝR

LINDÝR:

Hér hefur skeldýrum verið skipt í einskeljunga og samlokur

Öll hafa mjúkan líkama. Skiptist í höfuð, fót og bol. Mörg hafa um sig skel, oft úr kalki. Anda með húðinni eða tálknum eða einföldum lungum.

Skiptast í : Snigla, Samlokur og Smokka

Sniglar: Hafa annað hvort eina skel eða enga og sumar tegundir lifa í hafi eða vötnum meðan aðrar lifa á landi.

með skel
Án skeljar

Hafa fjóra anga (horn ) með skinfærum á höfðinu

skinangarnir á höfði snigla

Skríða með fætinum. Myndband sem sýnir 11 sturlaðar staðreyndir um snigla.

Skráptunguna nota þeir til að raspa niður plönturnar sem þeir lifa á.

skráptunga kemur í stað tanna

Flott myndband sem sýnir ótrúlegt mökunarferli sumra snigla.

Samlokur: Hafa tvær skeljar

Í sumum samlokum geta perlur myndast

Sumar geta myndað perlur úr efninu sem myndar gljáa á skelinni og kallast perlumóðir.

Sumar eru nýttar til matar s.s. Kræklingur og hörpudiskur

kræklingur og hörpudiskur

Geta sumar hreyft sig úr stað með fætinum eða með vatnsþrýstingi

Inni í skelinni er dýrið sjálft verndað, en öflugur fóturinn heldur skelinni saman og nýtist til að ýta sér áfram með.

Smokkar:Skiptast í smokkfiska og kolkrabba

Kolkrabbar hafa 8 arma og halda sig á hafsbotni, eru einbúar og geta spýtt skýi af dökku efni (kallað blek) til að fela flótta sinn.

Áhugavert myndband um eiginleika kolkrabba.

Smokkfiskar hafa 10 arma, geta synt um allan sjó og eru af mörgum stærðum.

Dæmigerður smokkfiskur

Stærstu dýrin geta orðið 18 m. að lengd og drepið hvali.

Þrýstivatnshreyfill – samsvarar þotuhreyfli virkar þannig að smokkfiskurinn dregur vatn inn í stóran poka og þrýstir því síðan snöggt út um þröngt op. Átakið þeytir honum þá áfram.

Tölvugerður bardagi milli stórhvelis og risakolkrabba í þessu myndbandi.

SKRÁPDÝR

Hafa utan um líkamann skráp = húð úr hörðu efni með göddum.

ýmsar gerðir skrápdýra

Tvö líkamsop, munnur á neðraborði en úrgangsop á efra borði líkamans.

ígulker með verklegum göddum

Helstu hópar eru: Krossfiskar, Slöngustjörnur, Ígulker og Sæbjúgu

krossfiskar
slöngustjarna er mjög lík krossfiski en með lengri arma.
ígulker
sæbjúga

ORMAR

Stoðkerfi úr vöðvum

Burstaormur er liðormur

Líkami með tveimur opum, munni fremst á bolnum og úrgangsopi aftast.

Einföld blóðrás, einfalt taugakerfi og anda oft með húðinni svo þeir þurfa mikinn raka.

Lifa í vatni, rökum jarðvegi, eða inni í stærri lífverum sem geta gefið þeim hagstæð skilyrði.

Skiptast í: Flatorma, Liðorma og Þráðorma

flatormur

FLATORMAR

Lifa í vatni og sjó

Geta látið sér vaxa glataða líkamsparta

Ef hart er í ári geta þeir jafnvel étið hluta af sjálfum sér og vaxið síðan til baka þegar betur árar.

Bandormar eru ein gerð flatorma sem lifa sem sníkjudýr í mönnum. Sullaveikibandormum herjaði á íslendinga á árum áður en hefur nú að mestu verið útrýmt þó eitt og eitt tilfelli komi enn upp.

Lífsferill malaríusníkils
Æviferill Sullaveikibandorms sem einnig getur borist í menn og refi

ÞRÁÐORMAR

Nálarlaga

Njálgur er þráðormur sem er sníkjudýr í mönnum.

Sumir eru sundrendur og mikilvægir fyrir hringrás efna í náttúrunni

þráðormar eru nálarlaga og mjókka til endanna

Sumir eru sníklar, t.d. njálgur, spóluormar og tríkina.

Tríkina er þráðormur sem getur lifað í augum manna og dýra

Njálg þekkja nú flestir en spóluormar setjast að í meltingunni og geta orðið afar langir.

Spóluormur sem fannst í maga manns.

LIÐORMAR

Hafa liðskiptan líkama

Lifa í vatni eða í jarðvegi

ýmiskonar liðormar

Hafa margir bursta (stíf hár ) eða sogskálar til að hreyfa sig úr stað.

Helstu flokkar eru: Ánamaðkar, burstaormar og Iglur

Flestir bustaormar eru vatna ormar, ánamaðkar lifa í rökum jarðvegi og iglur í vatni þar sem þær sjúga blóð úr dýrum og mönnum ef svo ber undir.

ÁNAMAÐKSR

Um 10 tegundir ánamaðka finnast á Íslandi. Lengsti ánamaðkur sem fundist hefur hér á landi var 20 sentimetrar

Ánamaðkur er liðormur eins og sést vel á þessari mynd

Ánamaðkar eru tvíkynja og geta tveir einstaklingar frjóvgað hvorn annan sem getur verið heppilegt því ánamaðkar eru í eðlisínu einfarar sem vilja lítið með aðra ánamaðka hafa.

LIÐDÝR eru alveg allt annar handleggur, í þeim hópi eru krabbadýr, áttfætlur, fjölfætlur, sporðdrekar og skordýr.

Liðdýr hafa ytri stoðgrind úr kítíni, liðskiptan líkama og útlimi með liðamótum.

Sú fylking dýraríkisins sem státar af flestum tegundum.

Ytir stoðgrindin eða skurnin stækkar ekki með lífverunni og verður lífveran því að kasta henni af sér öðru hverju.

Helstu hópar liðdýra eru: krabbadýr, margfætlur og þúsundfætlur, áttfætlur og skordýr.

KRABBADÝR: Anda með tálknum og haf a.m.k. 5 pör af fótum

Liðamót fótanna eru áberandi hjá þessum krabba

Geta látið sér vaxa glataða líkamsparta en þó ekki í fullri stærð.

Skelin er krabbadýrum mjög mikilvæg eins og sést á þessu skemmtilega myndbandi.

Samsett augu

Sumar tegundir t.d. rækjur hafa kynskipti, ungdýrin eru karlar en eldri dýrin kvendýr

Kynskiptingar

Til krabbadýra teljast stórir krabbar eins og: Krabbar, Humar, Rækjur, Hrúðurkarlar

Til minni krabbadýra teljast:Marflær, Grápöddur, rauðáta, stökkkrabbar og flær

ÁTTFÆTLUR: Allar áttfætlur hafa 8 fætur

Allskonar áttfætlur - ALLS ekki skordýr

Áttfætlur eru EKKI skordýr

Til áttfætla teljast: Köngulær, langfætlur, sporðdrekar og mítlar

Sporðdrekar eru sumir með eiturbrodd

Anda á sérkennilegan hátt með bóklungum.

Hafa svokölluð depilaugu sem takmarka sjón þeirra mikið.

Depilaugu

KÓNGULÆR OG LANGFÆTLUR:

Líkami kóngulóa skiptist í fram og afturbol (ekki haus) Hafa munnlimi sem nefnast klóskæri

Allar eru rándýr sem lama bráð sína með eitri

Skiptast í vefkóngulær (veiða bráð í vef) og förukóngulær (elta uppi bráðina). Hafa í afturbol kirtla sem framleiða hráefni í silki. Hráefnið flæðir út um þrjú pör spunavartna aftast á afturbolnum. Spýta eitri úr klóskærunum. Mjög gagnlegar við að halda skordýrum í skefjum.

Í eftirfarandi myndbandi er sannalega dansað fyrir lífi sínu.

Langfætlur hafa ekki tvískiptan bol en líkjast að öðru leiti kóngulóm mikið en hafa lengri fætur.

SPORÐDREKAR : Langur liðskiptur hali með eiturbroddi

Flestir smáir og fáir hættulegir mönnum

Gripklærnar sjást vel á þessari mynd.

Með tvær gripklær

Veiða aðallega aðrar áttfætlur

MÍTLAR: Smávaxnar áttfætlur

Stækkuð myn af mítli

Finnast nánast alstaðar t.d. rykmaurar og heymaurar sem eru að mestu skaðlausir en geta valdið ofnæmi í mönnum eins og lýst er í þessu myndbandi.

Blóðmítlar sjúga blóð og fundust ekki hér á landi fyrr en nýlega – skógarmítla

Kláðamaur er einnig mítla – sníkjudýr sem grefur sig inn í húð manna og veldur kláða.

Kláði eftir mítlabit.

FJÖLFÆTLUR: Marg- og Þúsund- fætlur

Stundum kallaðar “Ormar með fætur”.

Margfætlur: Hafa eitt fótapar á hverjum lið,

Rándýr sem getur spúið eitri

eru rándýr sem veiða aðallega skordýr

Hafa eiturspúandi kló

Þúsundfætlur: hafa tvö pör af fótum á hverjum líkamslið.

þúsundfætla með tvö fótapör á hverjum lið.

Þúsundfætlur eru meinlausar plöntuætur án alls eiturs.

SKORDÝR

Lang fjölskrúðugasti hópur dýra á jörðinni. Til eru yfir 900.000 þekktar tegundir skordýra á jörðinni og alltaf eru að finnast nýjar og nýjar tegundir. Ef teknar eru saman allar tegundir dýra á jörðinni þá eru skordýrategundirnar 80% af öllum þekktum tegundum dýra.

Í þessu myndbandi eru sýndar nokkrar tegundir skordýra sem þykja ansi furðuleg.

Og hér sjáið þið nokkur sem þykja dálítið krúttleg eða bara rosalega falleg. Varið ykkur þó á því að myndasmiðurinn hefur ruglast töluvert því kóngulær eru auðvitað ekki skordýr.

Margbreytileg að líkamsgerð. Fjölbreyttni er endalaus en þó eru ákveðin atriði sem eiga við um öll skordýr:

Haus, frambolur og afturbolur

Líkami þeirra skiptist í þrjá meginhluta: haus, frambol og afturbol, og öll skordýr hafa 6 fætur.

Depilaugu greinir einungis mun dags og nætur.

samsett augu

Samsett augu eru gerð úr mörgum smærri augum sem hvert um sig er með einni linsu, mjög næm á hreyfingu.

Nánari skýring á samsetta auganu

Næstum öll skordýr hafa vængi á einhverju stigi lífs síns.

Opið blóðrásarkerfi (fer ekki allt eftir æðum) heldur flæðir um holrými líkamans.

Súrefni berst um sérstakt kerfi loftæða sem hafa upphaf og endi sinn á síðum dýrsins.

Loftop á búknum draga inn súrefni og hleypa út koltvíoxíði
Efri breytingin er ófullkomin myndbreyting en sú neðri fullkomin myndbreyting þar sem púpustigið veldur algerri breytingu dýrsins.

Sum skordýr ganga í gegnum röð breytinga sem kallast myndbreytingar. Nýlegar rannsóknir sýna að myndbreyting skordýra er sennilega eitt af flóknustu fyrirbærum í dýraríkinu og með þeim ótrúlegustu. Myndbandið hér að neðan útskýrir það að nokkru leiti.

Myndbreytingarnar eru tvennskonar "Fullkomin myndbreyting" eins og lýst er í myndbandinu hér að ofan er einnig oft lýst eins og í myndinni hér að neðan. Þar hefur lífveran þrjú stig eftir að hún skríður úr eggi, Lirfustig og síðan púpustig áður en fullþroskaður einstaklingur verður til.

Fullkomin myndbreyting

Hin gerð myndbreytingar kallast "Ófullkomin myndbreyting" en þar eru aðeins tvö stig eftir að úr eggi er skriðið. Ungdýr og fullvaxið dýr. Takið eftir því á myndinni hér að neðan hversu lík þessi tvö stig eru. Stundum tekur það nokkurn tíma fyrir ungdýrið að ná fullri stærð og getur það þurft að skipta um ytri stoðgrind nokkrum sinnum áður en fullum vexti er náð.

ófullkomin myndbreyting.

Egg maðkaflugna kallast víur en lirfur þeirra hvítmaðkar.

Lífsferill húsflugu: Vía, hvítmaðkur, fluga

Lirfur fiðrilda kallast tólffótungar.

Við makaleit senda mörg kvendýr frá sér ilmefnið ferómón.

Flest skordýr fara oftast einförum en sum skordýr lifa í stéttaskiptum og þróuðum samfélögum. Varnir skordýra eru margvísleg, t.d. eitur, dulargervi, ólykt o.fl.

maurar við maurabú

Maurar, Termítar og hunangsflugur eru dæmi um félagsskordýr sem lifa í stórum samfélögum með sterkri stéttaskiptingu.

Býflugur í býflugnabúi

Fiskar fyrstu hryggdýrin.

Hryggdýr eru þau dýr sem hafa í líkamanum burðarsúlu sem nefnist hryggur.

Hryggdýr

Hryggurinn ber upp líkamann og gefur honum vissa lögun. Hann er gerður úr hryggjarliðum og er hluti af innri stoðgrindinni.

Hryggdýr hafa þróuð líffærakerfi og lokaða blóðrás. Hafa annað hvort jafnheitt- eða misheitt blóð.

Hryggdýr skiptast í sjö flokka: brjóskfiskar, beinfiskar, froskdýr, skriðdýr, fuglar, spendýr og vankjálka

Elstu hryggdýr jarðar eru fiskarnir. Flestir hafa ugga sem eru hálfgerð stýritæki sundsins.

Fiskar stýra sér með uggunum en synda með sporðinum.

Flestir anda með tálknum. Lifa í fersku og söltu vatni en fáeinir geta lifað hvort sem er í söltu eða fersku t.d. laxinn.

Stærstu flokkar fiska eru brjóskfiskar og beinfiskar.

Við ætlum að byrja á fyrstu hryggdýrunum brjóskfiskum.

Skötur og hákarlar eru brjóskfiskar

Húðin er hrjúf og kallast skrápur og hefur þróast þannig að hún valdi sem minnstu viðnámi í vatninu. Utan á henni er slímkennt lag sem smyr húðina svo hún smjúgi sem best í gegn um vatnið. Skrápurinn er heldur ekki úr sama efni og þróuðust yfir í hreistur beinfiska og neglur og hár landdýra - Hyrni, heldur úr sama efni og notað er í ákveðin bein eins og innra lag tannanna.

Skrápur af hákarli, takið eftir raufunum en þær minnka viðnámið í vatninu og gera hákarlinum kleift að synda mun hraðar.

Stoðgrindin er úr brjóski en ekki beini. Þeir hafa auk þess engin rif til að vernda innri líffærin svo þau eru einungis vernduð af skrápnum og vöðvunum sem liggja undir honum.

Innra stoðkerfi brjóskfisks (hákrals)

Dæmi um brjóskfiska eru hákarlar og skötur

Skata

Tennurnar í hákörlum eru í röðum inn eftir munninum þegar ysta röðin slitnar færist hún út og ný röð er tekin í notkun.

Munnur hákarla er svakalegt vopn. Efri kjálkinn er lauslega tengdur við höfuðkúpuna svo hann getur losnað frá og allur munnurinn skotist framm til að hremma bráð.

Hvalháfurinn er stærsti fiskur í heimi.

Þrátt fyrir illt orð eru flestir hákarlar friðsamir einfarar.

Brjóskfiskar hafa ekki sundmaga, en það er loftfylltur poki sem hjálpar þeim við að halda sér á floti. Brjóskfiskar verða því að vera á sífelldri hreifingu bæði vakandi og sofandi til að sökkva ekki til botns.

Beinfiskar

Stoðgrindin er sett saman úr hörðum, oddmjóum og hvössum beinum. Húð þeirra kallast roð er oftast þakin hreistri og er mjög slímkennd.

Beinagrind fisks

Rákin er á endilangri hlið fiskanna, en í henni er skynfæri sem greinir hljóð og titring í vatninu.

Í rákinni eru ýmis skinfæri sem hjálpa þorskinum að átta sig á umhverfi sínu.

Sundmagi er í mörgum beinfiskum en engum brjóskfiskum. Poki með lofti. Notaður til að stjórna floti fisksins.

Sundmagi (swim bladder)

Fiskar synda með því að sveigja líkamann til hliðanna eða upp og niður. Þeir stýra sér áfram í vatninu með uggunum.

uggar til að stýra með, sporður til að synda með

Hvítir vöðvar í fiskum henta vel til snöggra hreyfinga.

Hvítir vöðvar eru kraftmiklir og hraðskreiðir

Rauðir vöðvar (lax og bleikja) eru hægari en hafa meira þol og henta betur til langra ferða

rauðir vöðvar hafa meira úthald en eru hægari

Fiskar anda með tálknum.

Þeir taka vatn inn um munninn og láta það streyma út aftur um tálknopin á hliðum höfuðsins.

Tálkn

Í tálknunum er net háræða sem taka súrefni upp úr vatninu um leið og það streymir hjá.

Brjóskfiskar eru með tálknraufar í stað tálknopa.

Sundmagi

Sundmagi er jafnvægistæki sem hjálpar fiskinum að halda jafnvægi í vatninu og stilla af dýptina sem hann syndir í.

Sundmaginn er poki upp við hrygginn, fylltur af lofti. Það fer eftir því hversu mikið loft er í sundmaganum hversu ofarlega í sjónum hann syndir.

Brjóskfiskar hafa ekki sundmaga og sökkva því til botns ef þeir eru ekki á stöðugri hreyfingu.

Sumir beinfiskar geta verið á þurru landi eða jafnvel upp í tré t.d. eðjuskriðlar.

Fiskarnir skriðu á land e.t.v. til að forðast óvini sína.
Fiskurinn Eðjuskriðill hefur jafnvel fundist uppi í trjám

Hjá fiskum sem skriðu á land breyttust uggar í fætur og sporður í nokkurskonar hala, auk þess sem tálknin breyttustu í einföld lungu. Þeir fiskar sem aldrei skriðu á land héldu áfram að þróast í hafi og vötnum.

Fjölgun fiska kallast hrygning

Karlfiskur kallast hængur

Kvenfiskur kallast hrygna

Hrygnan lætur hrognin (eggin) út í umhverfið og hængurinn sprautar yfir þau sæði með sáðfrumum. Sem sagt dæmigerð ytri frjóvgun svipuð og þið sáuð í myndbandinu með löxunum hér að ofan. Hér að neðan er annað svipað myndband með skrautfiskum sem fer fram á svipaðan hátt í búri. Hrygnan hrygnir eggjunum en hængurinn fylgir fast á eftir og sprautar svili ( sáðfrumum) yfir til að frjóvga þau.

Flestir fiskar skipta sér síðan ekki meira af afkvæmunum undantekningar eru t.d. sæhestar og hornsíli

Til eru örfáar tegundir sem hegða sér öðruvísi, t.d. nota sæhstar innri frjóvgun en ekki eins og við erum vön að sjá hana, heldur er það kvenndýrið - hryggnan sem dælir eggjum sínum inn í karldýrið - hænginn, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Fáeinar tegundir eignast lifandi seiði eins og sæhestar, en þar er það karldýrið sem gengur með afkvæmin. Á myndinni hér að neðan má sjá kk. sæhest eignast töluverðan fjölda lifandi afkvæma.

Froskdýr

Froskdýr eru hryggdýr sem á unga aldri líkjast fiskum, lifa í vatni og anda þá með tálknum, en þegar þau eldast skríða þau flest upp á land og anda þá með lungum og húðinni.

Froskdýr eru afkomendur fyrstu fiskanna sem skriðu á land og þróuðust yfir í landdýr

Til froskdýra teljast bæði eiginlegir froskar, körtur og salamöndrur

Munurinn á froski og körtu felst í því að körtur geta lifað í þurrara umhverfi og eru stærri. Sumar körtur hafa hnúð á bakinu með eitruðu slími. (ofskynjunar körtur )

Munurinn á froski og körtu

Engin froskdýr lifa á Íslandi en ýmsar tegundir í löndunum í kring um okkur.

Öll froskdýr hafa misheitt blóð og líkamshiti þeirra tekur því mið af umhverfinu. Til eru froskdýr sem þola að frjósa.

Froskur í vetrardvala - frosinn

Til eru afar eitraðir froskar t.d. Í Suður – Ameríku, þeir eru flestir skærlitir og mjög oft gulir og svartir til að vara við eitrinu þetta á t.d. við um örvaroddafroskana á Amason svæðinu.

eitraður skærlitur froskur
örvarodds froskur í Amozon skóginum

Sjá vel frá sér og veiða með langri slímugri tungu.

Froskur á veiðum

Fara í vetrardvala t.d. með því að grafa sig í jörð.

Lirfur froska kallast halakörtur (fótalausar og með langan hala).

Halakarta sem fætur eru byrjaðir að vaxa á.

Í raun má segja að froskar fari í gen um nokkurskonar myndbreytingu eins og skordýr. Sú breyting er sýnd á myndinni hér að neðan.

Lífsferill froska

Salamöndrur: Búklengri og fótstyttri en froskar og með hala. Háðari vatni í raun geta þær einungis verið í mjög takmarkaðan tíma á þurru landi. Takið eftir því að salamöndrur hafa hala en það hafa froskar ekki.

Salamandra

Éta svipaða fæðu og önnur froskdýr

Sumar salamöndrur lifa aldrei á landi en aðrar eru bæði láðs og lagardýr.

Fjölgun froskdýra

Froskar fjölga sér með ytri frjóvgun, sem á sér alltaf stað í vatni. Eggin geta ekki haldið í sér raka á landi og því eru froskar háðir því að komast í vatn til að fjölga sér.

Úr hrognunum skríða halakörtur með langan hala og tálkn til að anda í vatni. Þær lifa á þörungum

Þegar halinn hverfur smám saman, myndast lungu inni í líkamanum og þau geta farið að anda lofti. Á sama tíma hverfa tálknin.

Salamöndrur nota innri frjóvgun en hrygna síðan í vatni og ungarnir alast upp þar.

Helsta ástæða þess að salamöndrur eru svo háðar vatni þrátt fyrir að hafa þróða með sér innri frjóvgun er að egg þeirra hafa enga skurn og eru því mjög næm fyrir þurrki. Salamandran verður því að hrygna eggjum sínum í vatni eftir að frjóvgun á sér stað.

Það er sorgleg staðreynd að frosktegundum fer afar hratt fækkandi og á hverju ári deyja út tugir tegunda. Helsta ástæða þess er mengun og önnur umhverfisspjöll. Síðustu ár fóru menn að gera sér grein fyrir því að í þessum merkilegu dýrum er að finna lykilinn að mörgum nýjum lyfjum og leiðum til lækninga á ýmsum sjúkdómum i mönnum.

Skriðdýr

Skriðdýr eru með misheitt blóð, anda með lungum og hafa þurra, hreisturkennda húð og verpa eggjum eða ala unga á landi.

Egg skriðdýra eru með leðurkenndri skurn sem kemur í veg fyrir ofþornun.

Nota innri frjóvgun og til eru skriðdýr ( höggormar), sem gjóta lifandi ungum.

Vegna misheita blóðsins eru fáar tegundir sem geta lifað í köldu loftslagi og engar lifa á Íslandi. Þær fáu tegundir sem lifa á Norðurlöndunum leggjast í dvala yfir veturinn, oft með froskum og eðlum.

SLÖNGUR

Slöngur hafa afar næm skynfæri. Í grópum á haus þeirra skynfæri sem skynjar varma. Tunga þeirra skynjar t.d. bragð í loftinu.

Heyrnarsljóar og hafa lélega sjón. Önnur skynfæri eru hinsvegar mun næmari s.s. titringur og hitaskin.

Á myndbandinu hér að neðan er sýnd tilraun sem sýnir hversu mikilvægt skynfæri hitaskynið er en sjónin skiptir þá litlu máli.

Alsettar hreisturplötum sem veita þeim spyrnu.

Skoðið hreisturplöturnar sem veita þeim gott viðnám á undirlagi.

Mjög næmar á titring

Flestar af yfir 3000 tegundum eru hættulausar en nokkrar eru þó mjög eitraðar

Þær sem drepa með eitri spýta því í bráðina og bíða síðan eftir að hún drepist áður en þeir gleypa hana í heilu lagi.

Hér að neðan er myndband með ýmsum afar sérstökum slöngum.

Suma slöngur kreista bráðina til dauða (kyrkislöngur)

Kirkislöngur kremja bráðina og brjóta í henni öll bein áður en þær gleypa hana.

Þegar slanga gleypir bráð þarf hún að koma munninum utan um bráðina, til þess getur hún smellt sér úr kjálkalið.

Snákurinn finnur ljúffengt egg, en nokkuð stórt
Munnurinn nær ekki hálfa leið utan um eggið án þess að kippa neðri kjálkanum úr líð
Búið að aftengja neðri kjálkan og munnurinn getur þá opnast margfalt meira
Þegar eggið er komið inn um munnin og byrjað að renna niður búkinn er hægt að smella kjálkaliðunum saman aftur.

Hér að neðan sjáið þið frábært myndband þar sem hægum efnaskiptum slöngu er lýst en einnig hvernig stór Python slanga gleypir heilt dádýr sem hún hefur drepið og hvernig efnaskiptin breytast við það.

EÐLUR

eðla

Eðlur hafa lappir og sæmilega heyrn.

Margar eðlur eru meistarar í verja sig t.d. Kamelljónið sem notar felubúninga.

Kamelljón í felubúningi
Sumar eðlur eru mjög litríkar alveg eins og sumar slöngur

Sumar eðlur losa sig við halann til að sleppa, síðan vex hann aftur. Hér að neðan er frábært brot úr mynd þar sem eðla reynir að forðast slöngur.

Komododrekinn er eðla sem ver sig með eitri. Bit hennar er banvænt bæði vegna eitursins og eins þess að í munni hennar lifir ótrúlegur fjöldi baktería sem valda gríðarlegum sýkingum hjá þeim sem er bitinn.

Mikið af bakteríum og eitri er í munni komodo drekans.

ÖNNUR SKRIÐDÝR

Skjaldbökur: Líkaminn er hulinn þykkum og sterkum plötum úr hyrni (sama efni og er í hári og nöglum). Verpa eggjum oftast í sand. Draga sig inn í skjöldinn ef hætta ber að. Geta orðið mjög gamlar (u.þ.b. 200 ára).

Skjaldbaka á beit.

Hér að neðan er skemmtilegt myndband þar sem stór skjaldbaka skoðar myndavélina í návígi.

Eins og svo mörg önnur dýr eru skjaldbökur í mestri hættu vegna þess hvernig við mennirnir göngum um jörðina. Hér að neðan en myndband þar sem fólk reynir að bjarga skjaldböku sem er með plaströr fast í nefinu. Aðgerðin er augljóslega mjög sársaukafull fyrir vesalings dýrið en rétt er að taka það fram að allt fer vel að lokum.

Hér er líka mynd af skjaldböku sem hefur fest sig í plasthring og hringurinn síðan bæklað hana :(

Þetta er ein ástæða enn til að nota sem minnst plast og endurvinna allt það sem við notum. Látum það ekki liggja í náttúrunni.

Krókódílar: Líkir risaeðlum. Eru oftast marandi í vatni. Veiða allt sem þeir komast í (óttalaus kvikindi). Verpa eggjum í bing af rotnandi gróðri eða í sand. Móðirin ver ungana og annast þá fyrstu vikurnar eftir að þeir klekjast úr eggjunum.

Jafnvel þó krókódílar hafi slæmt orð á sér fyrir grimmd þá eru þau fyristu skriðdýrin sem sýna af sér einhverjar jákvæðar tilfinningar eins og sést í þessum myndböndum um kvenn krókódíla sem verndar ungana sína.

Fuglar

Fuglar eru fiðruð hryggdýr með jafnheitt blóð og verpa eggjum.

Egg fugla hafa um sig harða skurn úr kalki. Súrefni berst unganum í gegnum skurnina.

Til eru 9000 tegundir fugla. Fuglum er oft skipt niður í fimm hópa: spörfuglar, sundfuglar, vaðfuglar, ránfuglar og ófleygir fuglar.

Fuglar sem eru á sama svæði allt árið kallast staðfuglar en þeir sem fara í árstíðabundnar ferðir til annarra landssvæða kallast farfuglar.

Flest bendir til þess að fuglar hafi þróast af skirðdýrum.

Fuglar eru einu fleygu hryggdýrin fyrir utan leðurblökur

Skúmar að verja svæði sitt á Ingólfshöfða

Einu sinni voru menn vissir um að fuglar hefðu þróast af flugeðlum (risaeðlutegundir) en nú bendir flest til þess að þær séu skyldari skriðdýrum.

Fiður þróaðist út frá hreistri skriðdýranna og framfæturnir umbreyttust í vængi.

Samanburður á fótum sýnir skildleikan

Spörfuglar: Um 5000 tegundir. Hafa setfót þar sem þrjár tær snúa fram og ein aftur. Dæmi: skógarþröstur. Grípa auðveldlega um trjágreinar.

Þrösturinn er spörfugl með fót sem grípur utan um greinina.

Sundfuglar: Hafa sundfót þar sem sundfit eru milli tánna. Dæmi: endur, gæsir. Synda vel.

Endur eru sundfuglar með sundfit á milli tánna til að ná meira viðnámi í vatninu við að synda.

Vaðfuglar: Háfættir og vaða grunnt vatn í leit að æti. Dæmi: spói, stelkur.

Vaðfuglar hafa langa fætur sem gera þeim kleift að vaða í grunnu vatni og leita sér að æti.

Ránfuglar: Vel fleygir, fráneygðir og með hvassan og boginn gogg og klær sem veit gott grip. Dæmi: haförn, hrafn.

Ránfuglar hafa streka fætur með löngum beittum klóm sem þeir nota til að grípa bráðina og rífa hana í sundur.

Ófleygir fuglar: Hafa oftast sterklegar hlaupalappir og eru oft vel syntir. Dæmi: mörgæsin, strútur, emúi, kíví.

Mörgæsafætur henta vel til sunds og köfunar
Strútar hafa langa sterka hlaupafætur
Kiwi fuglinn er með stutta en sterka fætur sem henta vel til að grafa eftir æti á skógarbotninum.

Auðvelt er að greina lífshætti margra fugla á útliti þeirra. Fætur og goggur gefa til kynna hvernig þeir lifa og á hverju.

Hér má sjá mismunandi fætur og gogga sem eiga saman.

Mjór oddhvass goggur gefur til kynna fugl sem eltist við skordýr og lirfur

Langur goggur gefur til kynna að teygja þurfi sig t.d. Í gegn um grunnt vatn til að ná fæðu.

Breiður goggur er hentugur til að tína upp smádýr úr vatni

Stuttur en þykkur goggur hentar vel til að opna eða naga utan af fræjum

Stór og sterklegur goggur með krók fremst hentar vel til að rífa í sundur stærri bráð

Eins og áður kom fram er fuglum skipt í 5 ólíka flokka og byggir það töluvert á því hvernig fætur þeir hafa.

Fæturnir hafa síðan þróast nokkuð miðað við þá lífshætti sem fuglinn temur sér.

Einn hópurinn hefur þó misjafna fætur en það eru ófleygir fuglar.

Spörfuglar hafa setfót með 3 tær fram en eina aftur. Hann hentar vel til að sitja á mjóum greinum og grípa um þær til að halda sér.

Sundfuglar hafa sundfit á milli tánna til að auðvelda sér sundið.

Vaðfuglar hafa langa fætur og tær sem nýtast vel í grunnu vatni og leir

Ránfuglar hafa hvassar klær til að rífa í sundur bráðina og grípa hana upp.

Fiður

Fiður fugla er mismunandi að gerð. Sumar fjaðrirnar eru fíngerðar dúnfjaðrir, en aðrar eru langri og með stinnum fjöðurstaf og kallast þakfjaðrir eða flugfjaðrir.

Dúnfjaðrir einangra og halda hita á fuglinum en það er mikilvægt vegna jafnhita blóðsins.

Flugfjaðrirnar verja gegn vætu og vindi og halda fuglinum á lofti auk þess sem stélfjaðrirnar virka sem stýri.

Flug

Til að geta flogið þurfa fuglar að búa yfir margskonar sérstöðu. Öndunarkerfi þeirra er sérstaklega þróað fyrir flug. Það sama má segja um bæði beinagrindina og vöðvakerfið eins og sést á myndbandinu hér að neðan.

Fuglar helga sér ákveðið svæði fyrir sig og sína með söng sínum, svæði sem kallast óðal.

Fuglar hafa oft hin ótrúlegustu ráð til að ná í mótpart. T.d. söng, hreiðurgerð, dans, litagleði o.fl.

Munurinn á lit karl og kvenfugla af sömu tegund getur verið mjög mikill, vegna þess að karlfuglinn vill vera áberandi til að ganga í augun á kvenfuglunum en þær vilja vera í felulitum til að fela hreiðrið (ýmsar endur)

Fuglar leggja á sig mikla vinnu við að koma ungum sínum á legg. Oftast þurfa báðir foreldrar að koma að umönun unganna til að þeir eigi nokkra von um að lifa af. Það er líka bæði erfitt starf og mistök geta verið dýrkeypt eins og sést á myndbandinu hér að neðan.

Fuglar eru ótrúlega ratvísir. Tilgátur eru um að þeir fari eftir sól, stjörnum og landslagi.

Staðfuglar eru þeir fuglar sem halda sig á sama staðnum (landinu) allt árið. Dæmi um íslenska staðfugla eru hrafninn og sólskríkjan/snjótittlingurinn

Farfuglar koma til landsins á vorin en fara aftur á haustin. Sumir fljúga gríðarlega langt eins og t.d. Krían ( yfir 70 þús. Km.)

Til að rata styðjast fuglarnir við stjörnur, sól og segulsvið jarðar eins og aðrir ferðalangar.

Á Íslandi hafa fundist meira en 330 tegundir fugla þó sumar þeirra verpi reyndar ekki hér og teljist því til flækinga.

Spendýr

Spendýr eru hærð, að minnst kosti á fósturstigi, eru með jafnheitt blóð og mjólkurkirtla sem framleiða mjólk handa ungviðinu.

Takið eftir að þau hafa ekki endilega öll spena

Sum eru mjög hærð og feldurinn gerir þeim kleift að lifa á mjög köldum svæðum

Öll spendýr anda með lungum, líka þau sem lifa í sjó, eins og selir og hvalir.

Hjartað er fjögurra hólfa og annar helmingur þess dælir blóði gegnum lungun og hinn helmingurinn dælir blóði í gegn um líkamann.

Taugakerfið er afar flókið og heilinn er fullkomnari en hjá nokkrum öðrum dýrum

Frjóvgun fer fram innan líkama kvendýrsins (innri frjóvgun) í flestum tilfellum fer þroskun fóstursins líka fram inni í líkama kvendýrsins, undantekningar eru þó nefdýr (breiðnefur og mjónefur) og pokadýr.

Nefdýr, pokadýr og fylgjudýr

Nefdýr eru frumstæðustu spendýrin. Þau verpa eggjum sem klekjast út utan líkama móðurinnar og í stað spena eru op sem mjólkin seitlar út um. Aðeins 3 tegundir lifa á jörðinni og finnast þær allar í Ástralíu. Þetta eru tvær tegundir breiðnefa og ein af mjónefum.

Breiðnefsungar að lepja mjólk af bringu móður sinnar.

Pokadýr

Pokadýr verpa ekki eggjum heldur fæðast ungar þeirra afar vanþroskaðir og skríða strax í poka á kvið móðurinnar og festa sig þar á spena og þroskast þar. Dæmi: kengúrur og kóalabirnir.

Ungi að skríða frá fæðingaveginum upp í pokann á kvendýrinu.
Ofan í poka Koalabjarnar fer vel um ungana meðan þeir eru að þroskast.
Kengúru ungi í pokanum sínum.

Fylgjudýr

Fylgjudýr þroska unga sína innan líkama móður. Frá henni fær unginn næringu og súrefni í gegnum sérstakt líffæri sem kallast fylgja. Menn tilheyra fylgjudýrum sem og flest spendýr á jörðinni.

Á myndinni hér að neðan má sjá mannsfóstur en þar sést líka vel þetta mikilvæga líffæri fylgjan sem gerir fóstrinu kleift að lifa inni í móðurinni meðan það tekur út þroska. Takið eftir því að naflastrengurinn er tengdur frá fóstrinu yfir í fylgjuna. Fylgjan er síðan tengd við vegg legsins hjá móðurinni og í gegn um hana fær blóðið í naflastrengnum súrefni og næringu frá móðurinni.

7 vikna mannsfóstur, myndin sýnir fylgjuna vel.

Öll spendýr eru með jafnheitt blóð eins og fuglar. Þetta kallar á mikla hitastýringu sérstaklega í mjög heitu umhverfi eða mjög köldu eins og í sjó eða á heimskautunum.

Sum spendýr lifa af vetrarkulda með því að leggjast í dvala og sofa yfir kaldasta tímann. Í dvalanum hægjadýrin á allri stafsemi líkamans og spara þannig mikla orku yfir köldustu mánuðina. Þau nota aðeins lágmarks orku til að komast af. Dæmi um það eru birnir og leðurblökur. Í myndbandinu hér að neðan er einmitt fjallað um það að lifa af kalda vetur.

Birnir eignast þó húna sína í dvalanum og gefa þeim mjólk.

Sjávarspendýr

Hvalir, selir og rostungar eru dæmi um spendýr sem voru landdýr en hafa snúið til baka til lífs í vatni.

Fætur hafa ummyndast í sporð og bægsli. Þessi breyting hefur gengið legnst hjá hvölum en styst hjá sækúm og sæljónum eins og sjá má á þessum myndum.

Hér má sjá sækú með kálfi rölta eftir botninum.
Eins og sjá má á þessari mynd hjálpa langir hreyfarnir sæljóninu að komast um á landi, rétt eins og fætur.

Líkami þeirra hefur einnig orðið straumlínulagaðri til að aðlagast sundi og auðvelda veiðar.

Sæspendýrin anda samt með lungum og eru því háð því að komast upp á yfirborðið til að anda. Mörg geta verið lengi í kafi, jafnvel allt að 2 klst

Vilt spendýr á Íslandi

Íslenskur refur í vetrarbúning

Eina villta spendýrið sem kom á undan manninum til Íslands er refurinn sem sennilega barst hingað með hafís stuttu eftir síðustu ísöld.

Með manninum bárust síðan önnur spendýr eins og mýs, rottur, hreindýr, minkurinn og nú síðast kanínur sem öll lifa í náttúru landsins

Hagamús í holu sinni
Rottur líkjast músum en eru þó ekki mjög skildar þeim.
Hreindýr lifa aðallega á austanverðu landinu
Minkar voru upphaflega fluttir til landsins í búrum til ræktunar á skinnum en sluppu út og lifa nú viltir um allt land og hafa sumstaðar valdið miklum skaða í varplöndum fugla.
Kanínur voru fluttar til landsins sem gæludýr en hafa sloppið út og lifa nú viltar í náttúrunni á nokkrum stöðum á Íslandi meðal annars í Öskjuhlíðinni í Reykjavík, í Vestmannaeyjum þar sem þær hafa skaðað lundavarpið og í Gilsfirði fyrir vestan.

Gerð hefur verið skemmtileg heimildamynd um erfitt líf hagamúsar á Íslandi. Myndin heitir Hagamús- með lífið í lúkunum. Hér að neðan er stutt heimildamynd um gerð myndarinnar.

Og hér kemur svo stiklan um myndina.

Maðurinn

Maðurinn er spendýr

Stærra heilabú (hlutfallslega) en önnur dýr

Mannsheili, ótrúlegt líffæri mun stærra en í öðrum spendýrum.

Maðurinn hefur verið til í stuttan tíma miðað við önnur dýr, þ.e.a.s. það er einungis í stuttan tíma sem við getum talið okkur vera sérstaka tegund. En ekki eru liðin nema í hæsta lagi tvær milljónir ára síðan forfeður okkar skildu sig frá forfeðrum simpansa og því erum við og sumar tegundir simpansa erfðafræðilega afar lík. Erfðaefni okkar er enn, 95-99 % eins og hjá simpönsum

menn og simpansar

Þessi 1 - 5% munur breytir þó ýmsu meðal annars í stærð og virkni heilabúsins eins og sést á þessari mynd.

höfuðkúpa og heili manns annarsvegar og simpansa hinsvegar

Í þessu stutta myndbandi hér að neðan er farið hratt yfir sögu og helstu kenningar um þróun manna skýrðar í stuttu máli.

Lengst af okkar tíma höfum við verið veiðimenn og safnarar, lifað af því sem finnst í nágrenninu.

Veiðimenn og safnarar

Höfum dreift okkur um allan heiminn eins og sést á þessu korti þar sem búsetuþéttleiki er sýndur.

Mikið er til af áhugaverðum upplýsingum um manninn og þróunarsögu hans. Skoðið myndbönd á youtube og notið t.d. leitarorðin "human evolution". En passið ykkur á því að ekki allt sem er birt á vefnum er satt eða unnið út frá góðum heimildum.

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.