Þá er nýtt ár hafið og við höldum áfram að búa til ævintýri. Brúðugerð, bílahönnun, himingeimurinn, útivera og ísbúð eru meðal verkefna sem við höfum verið að vinna í. Börnin eru endalaus uppspretta hugmynda og alltaf jafn gaman að spjalla og finna út hvernig hægt er að vinna með og framkvæma þær hugmyndir sem koma upp í umræðum og spjalli okkar á milli.