Eldri börn Litli skogur

Það er ekki alveg búið að vinna með okkur veðrið síðust daga því við viljum snjó og alvöru vetrarveður. Þar sem við erum ekki að fá það þá finnum við eitthvað annað spennandi að gera og að þessu sinni var ákveðið að heimsækja Litla skóg eins og við erum búin að skíra hann í stað þessa að fara í skóginn okkar

Það er alltaf gaman að skipta aðeins um umhverfi

Bank bank

Spurningar vakna hvort einhver eigi heima í þessum húsum sem við sjáum og eru í skóginum?

Her er kerra sem biður upp á ýmsa möguleika

Til að halda á sér hita er teningaleikur kjörin. Þá er tening hent eins langt og kennarinn drífur og svo þarf að leggja saman og finna út hvaða hreyfingu á að vinna með

Við fórum líka í orðaleik þar sem við völdum okkur þrjú orð og svo var hlaupið á milli stafapokans og orðanna og við þurftum að raða stöfunum í rétta röð til að mynda orðin

Ótrúlega einföld leið að halda hita á öllum og setja leikinn í aðalhlutverk en samt að leggja inn bæði stafi, tölur æfa samvinnu og tillitsemi þurfa að skiptast á og bíða huga að úthaldi og gróf hreyfingum. Þetta og alveg örugglega fleira sem hægt er að tína til í einföldum leik

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.