sykur sæt #OPALE

Hér er uppskrift að gómsætum múffum.

Uppskrift

 • 100 g smjör
 • 2 egg
 • 2 dl sykur
 • 3 dl hveiti
 • 2 tsk lyftiduft
 • 2 tsk vanillusykur
 • 1 dl mjólk
Egg og sykur er þeytt þar til blandan verður létt og ljós.
Smjörið er brætt og látið kólna, þá er mjólkinni bætt út í.
hveiti, lyftidufti og vanillusykri blandað saman. Þessari þurrblöndu er blandað smátt og smátt út í eggjablöndunum á víxl við smjör/mjólkurbönduna.
Deiginu er skipt á milli um það bil 20 muffins forma. Bakað í ofni við 200 gráður í ca. 15 mínútur.

Smjörkrem með vanillu

 • 150 g smjör (við stofuhita)
 • 200 g flórsykur
 • 2 tsk vanillusykur
 • 2 msk síróp
 • matarlitur
Hrærið smjörið þar til það er orðið kremkennt. Sigtið flórsykur og blandið því síðan smátt og smátt við smjörið. Ef kremið er of þykkt er hægt að bæta við örlítilli mjólk. Hrærið að lokum sírópi saman við.
Ef kremið á að hafa lit er matarlitnum bætt út í að síðustu. Smyrjið kreminu á kaldar muffins.

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.