Loading

Handbók 2 Útbúnaður og ferðalagið

2. Ferðalagið

2.1. Auðkenning

Hver og einn þátttakandi fær einkenni sem mikilvægt er að hann sé með eða í eftir fyrirmælum frá fararstjórn eða sveitarforingjum. Allir þátttakendur fá mótsklút, ID-kort og armband sem þeir eiga alltaf að vera með, þetta er “aðgöngumiði” að mótssvæðinu og öryggistæki.

2.2. Ferðareglur

• Vera alltaf með ferðafélaga

• Virða tímamörk

• Vera með og í fatnaði sem lagður hefur verið til

• Virða fjölbreytileikann - aðstoða náungann ef þörf er á

• Spyrja ef maður er óöruggur og veit ekki eitthvað

• Fylgjast með fyrirmælum sveitarforingja/fararstjórnar

• Passa töskurnar sínar

• Aldrei að láta gott klósett fram hjá sér fara...

2.3. Farangurinn

Mjög mikilvægt er að skátinn pakki sjálfur. Það hjálpar skátanum að vita hvað er hvar í hvaða tösku. Ágætt er að vera búinn að “prufupakka” tímanlega til að sjá hvort allt komist fyrir eða hvort eitthvað vanti. Munið að merkja allt vel því þó að þið þekkið fötin þeirra þá gerir sveitarforinginn það ekki. Gott er að merkja ekki bara með nafni heldur líka með “Icelandic contingent” því þá eru frekari líkur á að hluturinn rati til einhverra Íslendinga á mótinu. Myndavélar, símar og dýrari tæki er gott að merkja skýrt og skilmerkilega og einnig hefur reynst vel að krakkarnir taki mynd af ID-kortunum sínum (sem þau fá þegar þau koma á mótið) með tækinu. Setja jafnvel sem “hvílumynd” í símanum. Við minnum á að ferðin ber enga ábyrgð á glötuðum eða skemmdum búnaði og því þurfa þau að passa dótið sitt sérlega vel.

Á ferðalagi til og frá USA er ætlast til að skátinn sé með eftirfarandi:

• Stóra farangurstaskan

o Bakpoki eða „duffel“ sem rúmar um 90 lítra. Hafið í huga að taskan þarf að þola töluvert. Ólar á töskunum þarf að vera hægt að draga saman og binda saman til að þær þvælist ekki í farangursböndum flugvalla.

• Handfarangurspokinn

• Skátabúningabolur (blár pólóbolur merktur ferðinni)

• Hátíðarklútur íslenskra skáta (Fæst í Skátabúðinni, Skátamiðstöðinni eða á www.skatabudin.is)

• Þægilegar buxur fyrir ferðalag - ekki stuttbuxur því það er frekar kalt í flugvélum

• Þægilega skó til að ferðast í

• Léttur jakki eða flíspeysa

• Í innanklæðaveski eða "bumbupoka"

 • o Vegabréf
 • o Flugmiði
 • o Miði með sætisnúmeri
 • o Gjaldeyrir og/eða kort

Hér að neðan má sjá útbúnaðarlistann en hann er einnig í PDF útgáfu hér að neðan

2.4. Einkenni hópsins

Allir þátttakendur fá 5x fararmerki, 2x sveitarmerki og 2x töskumerki. Hver sveit fær svo2x íslenska fána, 1x sveitarfána og 1x fararfána.

2.4. Ferðalagið - skipulag

Þátttakendur mæta í brottfararsal Leifsstöðvar kl. 13:30 sunnudaginn 21. júlí

 • Mæting er vinstra megin við brottfararinngang merkt MEETING POINT
 • Þar fá þátttakendur nesti, kveðja og finna sína ferðafélaga
 • Síðan fara þeir með sínum sveitarforingja og innrita sig
 • Fara með sínum sveitarforingja í gegnum öryggisleit
 • Þátttakendur hafa ca. 30 mín til að skoða í búðir og/eða versla
 • Mæta við enda á ganginum í hópmyndatöku
 • Fara með sínum sveitarforingja í gegnum vegabréfaeftirlit
 • Fá sér nesti og eru meira og minna á söfnunarsvæðinu okkar
 • Þátttakendur fara í raðir inn í vél eftir sætaskipan

Washington - flugvöllur/rúta

 • Þátttakendur fara með sínum sveitarforingja út úr flugvél
 • Fara beint í rútu sem færa þau yfir í móttökusal
 • Þátttakendur fara í gegnum vegabréfaeftirlit með sínum sveitarforingja
 • Hittast í móttökusal og bíða eftir að sín sveit sé tilbúin til brottfarar
 • Hver sveit fer í eina rútu
 • Rútan fer á beina leið á mótssvæðið

• Mótssvæðið - rúta/svæðið

 • Sveitarforingjar innrita sveitina og svara heilsufarskönnun um heilsu sveitarinnar síðustu 24 tímana.
 • Ef upp koma umgangspestir innan sveitarinnar eru gerðar ráðstafanir og sveitin fer í sóttkví á þar til gert svæði
 • Sveitin er keyrð eins nálægt sínu svæði og mögulegt er
 • Setja upp tjaldbúð

2.4.1. Klæðnaður á ferðalaginu

• Léttur jakki eða flíspeysa

• Skátabúningabolur frá Bros

• Hátíðarklútur

• Þægilegar buxur

• Þægilegir skór

2.4.2. Washington til Leifsstöðvar

 • Þátttakendur mæta með rútu á flugvöllinn
 • Fá nestisbox við komuna á flugvöllinn sem er kvöldmatur
 • Þátttakendur innrita sig og fara í gegnum öryggisleit með sínum sveitarforingja
 • Annað hvort fá þátttakendur einnig mat í flugvélinni eða pening til að kaupa sér mat í flugstöðinni eða í flugvélinni
 • Þátttakendur fara í raðir inn í vél eftir sætaskipan
 • Þátttakendur fara með sínum sveitarforingja í gegnum Leifsstöð
 • Það er leyfilegt að kaupa smá í fríhöfninni ef þátttakendur vilja
 • Þátttakendur labba í gegnum tollinn með sínum sveitarforingja og kveðja/skrá sig út þegar einhver hefur sótt viðkomandi
 • Mikilvægt er að kveðja sína ferðafélaga áður en farið er í gegnum tollinn 😊

2.4.3. Spurningar til að styðjast við í gegnum vegabréfaeftirlit

Why are you visiting the United States? eða Buisiness or pleasure? eða What is the purpose of your visit to United States?

Going to World Scout Jamboree in West Virgina

Where will you be staying?

We are going to West Virgina to the Jamboree and we will stay there.

Who will you be visiting?

No one... I am going to the World Scout Jamboree.

How long will you be staying?

Until 5. (fifth) of August

How much money are you bringing?

I have a credit card and I am going to the World Scout Jamboree

Have you visited the United States before, and if so, did you remain longer than you were supposed to?

Yes eða No (við fyrri spurningunni, fer eftir aðstæðum) en seinna svarið er NO

How often do you come to the United States?

Fer eftir einstaklingnum

Are you coming to work in the United States?

SKÝRT SVAR: NO going to the World Scout Jamboree.

Skjal þetta er útbúið af farastjórn WSJ 2019 með fyrirvara um breytingar og verður uppfært ef þörf krefur.

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a copyright violation, please follow the DMCA section in the Terms of Use.