Elísabet Alda Um miG

Ég heiti Elísabet Alda Georgsdóttir og ég er ný orðin 13 ára.

Ég æfi samkvæmisdans. Að dansa er ástríða mín. Ég hef alltaf elskað að dansa og ég vil ná langt í dansinum.

Mér finnst mjög gaman að hreyfa mig og gera þrek. Ástæðan fyrir að ég geri þrek heima hjá mér er að ég vil styrkja mig betur svo að ég verð betri í dansi.

Ég elska að læra og vera í skólanum. Ég er klár , mjög skipulögð og ég geri alltaf það sem ég á að gera og klára verkefnin. Mér finnst svo ofboðslega skemmtilegt að læra. Ég er nú með besta kennaran hana Sigrún Erlu. Ég vil líka ná góðum árangri í lífinu og þess vegna skiptir máli að útskrifast úr háskóla.

Ég á enga eina "bestu" vinkonu í skólanum, en ég á frekar margar góðar vinkonur þar með Aníta, Díana, Katla, Árný og Brynhildur. Stundum upplifi ég mér eins og ég sé stundum frekar einmanna í skólanum. Stundum líður mér vel að vera ein af því að þá get ég gert allt það sem mig langar en stundum er ekki gaman að hafa engan til að tala við.

En bestu vinir mínir í dansinum eru Ivan, Fanný, Magnús, Sigrún, Adrian, Gylfi og María. En það má ekki gleyma danskennurum mínum Karen, Adam, Esther og Rakel. Þetta er eins og fjölskylda nr. 2 hjá mér.

Í dansinum finnst mér eins og allir skilji mig og eins og öllum líkar vel við mig og þykir vænt um mig. Við í dansinum skiljum hvort annað svo vel.

Ég á fleiri vini í dansinum heldur en í skólanum. Ég held að það sé af því að þar höfum við öll einn sameiginlegan styrkleika og gildi. Dans!

Mamma mín heitir Elva og Pabbi minn heitir Georg. Mamma mín er kennari og pabbi minn er flutningsmaður. Þau tvö eru mikilvægustu manneskjurnar í lífi mínu. Ég elska þau svo ofboðslega mikið. Ég reyni oft að eyða sem mestum tíma með þeim af því að mér finnst það mjög mikilvægt.

Trausti afi er ný látinn og ég sakna hans á hverjum degi. Hann var alltaf mjög fjörugur maður og ég elska hann ennþá, sama hvað þá mun ég aldrei hætta að elska hann. Amma Guðríður býr á veturna í Borgarnesi og á sumrin í gömlu sveitinni Skógarnes.Hún er 83 ára gömul og mér þykir ótrúlega vænt um hana

Ég á systur, hún heitir Eyrún Gyða. Hún er 27 ára og er gift. Hún býr í sveitinni Skógarnes með manninum sínum Nonna. Hún er í Háskólanum á Hvanneyri og hún vinnur sem leiðsögumaður . Mér þykir ótrúlega vænt um hana.

Hin systir mín heitir Silja og er 32 ára. Hún er gift manni sem heitir Sigurgeir. Hún á 3 börn. Silja vinnur á leikskóla. Hún býr í Kópavoginum. Hún er æði.

Börnin hennar systur minnar.

Ég á líka mörg frændsystkini.

Afi minn hann Óskar er 89 ára. Hann býr einn í Ólafsvík. Hann elskar að tala um veðrið og það finnst mér mjög fyndið. Ingibjörg Elísabet var amma mín. Hún dó áður en ég fæddist. Hún er þýsk og mig hefði langað að kynnast henni.

Fjölskylda mín og mömmu eiga sveit sem að heitir Skógarnes. Hjá Skógarnes er fjara, sú fjara er einka fjara sem að bara fjölskyldan mín má labba og vera á.

Ég elska þessa fjöru. Mér líður alltaf eins og ég sé frjáls þegar ég er í fjörunni.

Þetta er uppáhalds staðurinn minn og mömmu.

Ég gefst aldrei upp er fyrsti styrkleikurinn minn. Þegar ég horfði á þetta myndband þá breytti það öllu fyrir mér. Að gefast ekki upp er líka eitt af gildum mínum.
Helstu gildin mín eru fjölskyldan, menntun, velgengni, virðing, heiðarleiki, heilsa og hamingja.
Ég vil vera þekkt sem klár, sjálfstæð, góðhjörtuð, trúverðug, hjálpsöm, skipulögð og góð stelpa yfir höfuð.

Markmiðin mín

1. Ég vil ná langt í lífinu. Ef að ég vil ná þessu langtíma markmiði, þá þarf ég að vera vel skipulögð, klára allt sem ég þarf að klára og vera jákvæð.

2. Ég vil halda heilbrigðum lífstíl. Borða hollt og ekki of lítið og ekki of mikið. Mér líður alltaf svo svakalega vel þegar ég borða hollt og næri líkamann vel.

3. Ég vil ná langt í dansi og ég vil alltaf gera mitt besta þegar ég dansa.

4. Ég er mjög umhyggjusöm en ég vil vera umhyggjusamari. Ég vil líka að fólk gæti alltaf treyst á mig ef að eitthvað kemur uppá.

Staðreynd

Ég elska friends.
Takk fyrir mig

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.