Kóalabirnir BRYNDÍS BRYNJÚLFSDÓTTIR

ÚTLIT

 • Kólabirnir eru gráleitir eða súkkulaði brúnir á litinn, með hvítleitt andlit.
 • Þeir eru með brún augu, stórt nef og lítinn munn.
 • þeir eru með þykkan og loðinn feld.
 • Þeir eru frá 70 til 90 cm á lengd og frá 4 til 9 kg í þyngd.
 • Kóalabirnir hafa oddhvassar klær og sterk þumalgrip til þess að stökkva á milli trjáa og greina.

fæða

 • Kóalabirnir eru jurtaætur og fæðuval þeirra er mjög einhæft.
 • Þeir borða aðeins laufin og unga berki á eukalyptus trjám eða "gúmmítrjám".
 • Það eru til 600 mismunandi tegundir af eukalyptus trjám í Ástralíu en kóalabirnir borða ekki nema 20 þeirra.
 • Kóalabirnir geta verið mjög matvandir og borða aðeins sum laufin sem þeir velja úr.
 • Kóalabirnir þurfa um 1 kg af laufum á dag.
Kóalabjörn að gæða sér á laufunum af eukalyptus tréi í Ástralíu.

kjörbýli

 • Kjörbýli kóalabjarna er í Suðaustur - Ástralíu.
 • Vistsvæði þeirra er aðeins í Eukalyptusskógum.

ógnir

Kóalabirnir voru áður fyrr veiddir af mönnum vegna feldsins. Þá fækkaði þeim svo gríðarlega að gripið var til þeirra ráða að þeir væru friðaðir gegn veiðimönnum. Í dag er búsvæði þeirra samt ekki friðað og þeim fækkar enn. Þess má geta að þúsundir kóalabjarna deyja á ári af völdum bíla og hunda. Það er reynt að gera allt til þess að bjarga því sem eftir er af kóalabjörnum.

tegundir

Það eru aðeins þrjár megin tegundir af kóalabjörnum til í heiminum.

Það er mjög sjaldgæft að karlkyns kóalabirnir berjast þó þeir geta verið árásargjarnir en hér má sjá tvo karlkyns kóalabirni berjast.

Þessar vefslóðir eru að heimasíðunum sem ég notaði við gerðina á þessari síðu.

Hér má sjá myndband um kóalaunga.

Credits:

Created with images by winampdevil - "koala cute tree" • holidaypointau - "Koala Eating"

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.