Öræfi Fegurð, þögn, eyðileiki

Sumarið 2016 fór ég í dásamlegar ferðir inn á sumar slóðir hálendis Austurlands

Skyldu fjöllin kallast á?

Og upplifði fegurð og víðáttu.

Fjallasalur
Örsmá vin í eyðimörkinni
Hinar köldu æðar jökulvatna
Undir jökulsins þunga býr eldurinn
Útilegumannaslóðir
Snæfell
Glit í gamalli slóð
Lindarvatn

Þarna í þessari litlu lind streymir upp glitrandi tært og kalt vatn, upp úr jörðinni. Besta lindarvatn sem ég hef dreypt á.

Daggardropar á dýjamosa

Þegar manni tekst að slíta augun af fegurð víðfeðms sjóndeildarhringsins og tign hárra fjalla þá mætir sjónum fíngerð djásn náttúrunnar rétt við fætur manns.

Jökullinn er landslagshönnuður

Stórgerð landmótun skriðjöklanna stendur eftir þó þeir hopi.

Eins og eilífðin

Heim var farið með hugann fullan af fjöllum, blámann fyrir augum og þögnina í eyrum.

Credits:

photos; © Unnur Karls

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.