Blásteinspóstur Í fréttum er þetta helst

Það er sko engin lognmolla í kringum okkur Blásteinsgengið. Verkefni dagsins eru mörg og misjöfn bæði úti og inni. Við erum enn að vinna með geiminn, búa til plánetur, geimskip og vélar. Eldhúsið er eitt stórt geimskip og notað óspart. Við höfum verið að fara öll í skógarferðir, yngri hópurinn fer fyrir hádegi þegar veður er skaplegt og eldri hópurinn fer á þriðjudögum frá hádegi. Í þessari viku komu fyrstu bekkingar úr Áslandsskóla með okkur í skóginn og voru kynnin við þó nokkra gamla nemendur endurnýjuð. Annars segja myndirnar allt sem þarf og vonum við að þið hafið gaman af

Plánetan BLÁSTEINN í vinnslu
Plánetan Blásteinn tilbúin með fullt af kennurum og börnum

Og hér eru það perlurnar okkar sem fá það hlutverk að vera sólkerfið. Takið eftir jörðinni sem er extra stór því við búum þar 🌏🌕🌑🌖🌘

Það var líka útbúin eldflaug með axlaböndum

Eldhúsið okkar nei fyrirgefiði stjórnstöðin fyrir geiminn

Svo er það útivera, við notuðum tækifærið í dag og sulluðum svolítið þar sem allir voru regngallaklæddir en áður en við fórum út æfðum við okkur að smella og renna sem er gott að hafa góð tök á þegar kemur að sjálfshjálpinni í fataklefanum

Skógarferð í litla skóg. Þegar við viljum hafa með okkur verkefni eða verkfæri í skóginn þarf að ferja það með auðveldum hætti og allir hjálpast að að sjálfsögðu.

.

Svo eru það stóru steinarnir að klifra upp á sem er ákveðin kjark æfing fyrir suma

Steinakarið er alltaf vinsælt að heimsækja

Brekkur að klifra upp og drulla sem verður að girnilegum rjómaís eða öðru góðgæti

Stórar skóflur og litlar skóflur

Það var líka tekin létt hljómsveitaræfing hjá okkur snemma morguns.

Erum líka að prófa okkur áfram með jarðleir

Svo eru það nokkrar myndir af hinum ýmsu verkefnum sem falla til í frjálsum leik barnanna

Með kveðju frá okkur Blásteinsgenginu

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.