Tígrisdýr Birta huginsdóttir

Ógnir

Tígrisdýr eru víðast hvar í mikilli útrýmingarhættu vegna mikilla veiða á þeim á síðustu áratugum.Í byrjun 19. aldar voru um 100.000 tígrisdýr víðs vegar um Asíu en um árið 1970 voru aðeins 4.000 tígrisdýr eftir. Á þeim tíma voru tígrisdýr veidd í gildrur, þau skotin og eitrað fyrir þeim vegna þess að þau voru talin vera hættuleg. Þetta var þó ekki aðeins út af veiðunum, því víðs vegar varð mikil eyðilegging á kjörbýl idýranna.

Tegundir

Tígrisdýr er rándýr af kattarætt. Aðeins er til ein tegund af tígrisdýrum en þó þau séu öll af sömu tegund er þó mikill munur á þeim. Tígrisdýr eða tígur (fræðiheiti: Panthera tigris) er stærsta tegundin af fjórum innan ættkvíslar stórkatta (panthera). Hinar þrjár tegundirnar eru hlébarði, ljón og jagúar. Tígrisdýr geta orðið 3,3 metrar á lengd og vegið allt að 306 kílóum. Það er þriðja stærsta landrándýrið (á eftir ísbirni og skógarbirni). Það er með einkennandi svartar rendur á rauðgulum feldi. Það er með einstaklega sterkar og langar vígtennur sem geta orðið allt að 9 cm að lengd. Þau geta orðið allt að 26 ára gömul.Þó að aðeins sé til ein tegund af tígrisdýrum eru samt fimm ólíkar undirtegundir sem þekkjast í sundur af ytra útiti þeirra og heimkynnum þeirra.

Síberíutígurinn er til dæmis lang stæstur, loðnastur og með fremur ljósan feld, hann lifir í Síberíu. Síberíutígurinn þarf stórt óðal sem geta verið yfir 1000 kílómetra svæði. Fáir lifa nú í frelsi en þeir eru um það bil 400.Kínatígurinn er mun minni en Síberútígurinn, hann er snögghærður með greinilegum stuttum en strjálum rákum. Þau lifa í suður-kina en eru jafnframt eina undirtegundin sem er ekki alfriðuð.Mið-Asíu-tígurinn er mjög loðinn sérstaklega á kverk og kviði, með mjóar og þéttar rákir. Dýrið lifir þar á bökkum fljótanna Amú- og Syr-Darja þar sem gráðursælt er.

Indlandstígurinn er næstum jafn stór og Síberútígurinn en hefur mun sneggri og litskærari feld.

Súmötutígurinn lifir í Indónesíu, hann er smár með stuttan og dökkan feld með rjómagulan lit á kviðnum.

Til eru tígrisdýr sem eru kölluð hvít tígrisdýr. Þessir tígrar flokkast ekki undir neina undirtegund né albínóa. Liturinn er afleiðing af víkjandi, að öllum líkindum stökkbreyttu geni sem þessi dýra bera. Þetta er mjög sjaldjæft og á 18.öld voru þau í miklum metum hjá indversku fyrirfólki og veidd vegna feldsins. Nú eru til um 100 hvít tígrisdýr í dýragörðum og þar eru þau ræktuð.

Kjörbýli

Týgrisdýr lifa villt í Asíu. Tígrisdýr lifa villt í Indlandi ,Bangladesh ,Nepal ,Bhutan ,Malaysíu ,Sovétríkjunnum ,Kína og Kóreu. Tígrisverndarsamtökin Operation Tiger var stofnað árið 1970 og stuðlaði að því að tígrisdýr voru friðuð og stofnaðir sérstakir afmörkaðir verndunargarðar fyrir tígrisdýr í öllum heimkynnum þeirra.Tígrisdýr voru áður algeng um alla Asíu en hefur fækkað mjög svo nú ná búsvæði þeirra aðeins yfir 7% af sögulegu útbreiðslusvæði.

Fæða

Í norður Asíu étur síberíutígurinn skógarbirni, hirti, elgi en mest þó af villisvínum. Einnig nærast tígrisdýr bæði í suður og norður Asíu á litlum spendýrum og fuglum. Í suður-asíu éta tígrisdýr líka mest af villisvín en einning vatnabuffala, gauruxa, unga nashyrninga, tapíra og fíla. Tígrisdýr er eina rándýrið sem getur veitt fullvaxna fíla og nashyrninga.

Árásir

Villt tígrisdýr ráðast venjulega ekki á fólk nema um særð eða veik dýr sé að ræða. Á Indlandi látast um 40 manns árlega af völdum tígrisdýra sem éta menn. Þó svo sé forðast tígrisdýr yrirleitt menn.

Fjölgun

Tígrisynjur ganga með kettlinga í 3 mánuði og geta eignast 1 til 6 kettling þó oftast séu þeir 2 eða 3. Við fæðingu eru kettlingarnir aðeins 850 til 1200gr. Þeir fæðast blindir og drekka mjólk úr móður sinni í 6 til 8 vikur. Alveg til 18 mánaða aldurs veiðir móðir þeirra fyrir þá. En eftir það fara þeir sjálfir að byrja að veiða.Kettlingarnir halda sig á óðali móður sinnar til 3 ára aldurs ef nóg er af bráð. Þó fara fresskettlingarnir oft fyrr en tígrisynjurna

Heimildir

https://www.youtube.com/watch?v=Yk8DLJe_gLA

https://is.wikipedia.org/wiki/T%C3%ADgrisdýr

https://www.hugi.is/gaeludyr/greinar/276612/tigrisdyr/

Týgrisdýr

Credits:

Created with images by scottkatz - "tiger wild endangered" • Christopher Kray Visuals - "BOO!!!!" • Dani and Rob - "Tiger - Thailand"

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.