How to make-up. verkefni í ljósmyndun.

Ég valdi það að farða mig sem ferli. Að farða er mitt áhugamál og ég nýt þess að mála mig við hvert tækifæri. Þetta er aðeins dramatískara en ég geri vanalega. Í þetta skipti gerði ég búninga förðun sem gæti gegnið sem úti/tónlistarhátíðar förðun "festival make-up".
Ég byrjaði á því að þrífa á mér húðina til að hafa hana eins hreina og ferska og ég get.
Hérna er ég svo búin að setja gott rakakrem og grunn (primer) svo að húðin verði góð eftirá (svo að ég fái ekki bólur) eða að farðinn byrji að skiljast vegna þurkubletta.
Þegar húðin er vel undirbúin þá set ég hyljara til þess að fela ójöfnur eða rauða flekki, svo er líka hægt að nota litahjólið til þess að jafna út aðra liti í húðinni t.d grænan ef að það eru mikið af rauðum flekkjum, gulan eða appelsínugulan ef að það eru miklir baugar.
Ég þurfti ekki að laga bauga eða rauðaflekki með litahjóli vegna þess að litirnir sem að fara yfir farðann ná að hylja allt.
Ég nota farða með mikilli þekju til þess að það sé auðvelt að blanda litunum ofaná og svo til þess að fá flotta áferð og lit á andlitið.
Þegar allur grunnfarðinn er kominn á sinn stað get ég hafist handa við að setja litina yfir.
Ég byrja á því að teikna appelsínugula línu þvert yfir augnsvæðið og dreg aðeins niður á við.
Ég nota svo rakan svap til þess að draga litinn og gera "hverfandi" útlit.
Núna bæti ég við gulum og blanda við appelsínugula eins og ég sagði frá að ofan.
Ég þurfti að setja fleirri umferðir af gulalitnum vegna þess að hann blandðist of mikið inn í farðann.
Hérna er ég búin að fylla upp í augabrúnirnar, til að gera þær náttúrulegri geri ég ljósara að framan og teikna hár fremst.
Ég stækkaði svo augun og bjó til "cateye" með "eyeliner" geli. Og dró bæði út í augnkrók og upp í átt að enda augabrúnarinnar.
Ég bætti við hvítum línum og doppum á ennið og á neðri vörina til þess að gera meira stríðs"look". Í þetta notaði ég vatnsblandaða andlitsmálingu.
Mér fannst hitt ekki nóg þannig ég bjó til punkta fyrir ofan augabrúnina til að skreita og það birti meira yfir förðuninni.
Svo bætti ég við maskara til þess að opna augun og dekkja augnhárin.
Þarna er ég búin að bæta við gerviaugnhárum til þess að opna augun ennþá meira og lengja mín egin augnhár.

hárlengingar og fléttur.

Ég átti til nokkra vefi af hárlengingum sem að mig langaði að nota til þess að gera förðunina meiri. Ég skipti hárinu og klemdi lengingarnar í (sjá myndir).
Mig langaði að skreyta mig aðeins meira og setti í mig eyrnalokka.
Núna þegar allt er komið, varð útkoman þessi:

Ég þakka kærlega fyrir mig !

Created By
Elín Arna
Appreciate

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.