Súkkulaði Oreo Kaka Hrafnhildur Ósk Ásmundsdóttir

Kakan

 • 400g Smjör,Ósaltað
 • 400g Púðursykur
 • 400g Egg
 • 325g Hveiti
 • 75g Kakó
 • 2tsk Lyftiduft
 • 4msk Mjólk

Hitað ofninn upp í 180c. Smjör og sykur er sett saman í hrærivél og þeytt þangað til það verður þykkt og ljósbrúnt. Síðan er bætt við hveiti, kakó,egg og lyftiduft og hrært vel saman. Ef þetta er of þykkt þá er mjólkini bætt við. Bökunarpappir er settur í mótin og smjör eða fitusprey sett í svo kakan festist ekki. Deiginu er skipt upp í 3 mót og kakan bökuð í 25-30 mínútur. Kakan er látin kólna í 10 mínútur áður en hún er tekin úr mótinu.

Oreo Smjörkrem

 • 300g Smjör, Ósaltað
 • 650g Flórsykur
 • 1x 154g Pakki Oreo
 • 2-5msk Mjólk

Smjör og flórsykur er hrært saman þangað til mjúkt. Oreo sett í matvinnsluvél og mulið smátt. Oreoinu er svo bætt við smjörkremið og hrært varlega.

Þegar kakan er kólnuð er hún þakin með smjörkremi. Passa skal að örlítið krem verði eftir til skreytingar.

Skreyting

 • 175g Suður Súkkulaði
 • 1-2msk Vegetable Oil
 • Oreo Smjörkrem
 • Oreo

Súkkulaði er brætt, smá olía er bætt við til þess að þynna. Súkkulaðinu er hellt yfir kökuna og látið leka. Afgangs smjörkrem er sett i sprautupoka og sprautað á kökuna. Oreo er svo mulið í nokkra bita og sett á kökuna þar sem súkkulaðið náði ekki að hylja.

Verði ykkur að góðu!

Portrettemyndartaka

Created By
Hrafnhildur Osk
Appreciate

Credits:

Myndir: Hrafnhildur Ósk

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.