Loading

þræðir úr náttúrunni verkefni í textílmennt og náttúrufræði

Við kynnumst listamönnum sem hafa náttúru og handverk í sköpun sinni. Skoðum verk þeirra og fáum hugmyndir.

William Morris var breskur hugsjónamaður á 19.öld, textílhönnuður, listamaður, rithöfundur og mikill umhverfissinni. Hann ferðaðist um Ísland og heillaðist af menningunni og náttúrunni.

James Merry saumar blóm og jurtir í gamlar, notaðar íþróttapeysur

Bettina Matzkuhn er kanadísk textíllistakona sem vinnur mikið með útsaum. Hún fjallar um náttúru; landafræði og vistfræði.

Loji Höskulsson

Myndlist Loja kannar hefðbundnar og nýjar leiðir í útsaumi, tækni sem hann hefur þróað og unnið með mömmu sinni, Jóhönnu Viborg, en hún er saumakona og mikill grúskari þegar kemur að útsaum. Í útsaumi Loja er viðfangsefnið fengið úr hversdagsleikanum, plöntur, ávextir og hlutir sem finnast á heimilum.

Síðan förum í göngutúr í nærumhverfi okkar, móann og fjöruna og skoðum náttúruna með augum vísindamannsins.
Rannsökum lífríkið og leitum að myndefni.
Til þess getum við notað tæki eins og spegil eða stækkunargler.
Við ætlum sérstaklega að taka eftir því smáa. Skoða mynstur, form, liti og áferð.

Þið veljið ykkur efni til að vinna með; blóm, jurtir, skordýr, steina, sand, mold, mosa, þara, þang, skeljar, vatn eða annað.

Þið getið tekið myndir með símanum ykkar.

Einnig getið þið tekið lítið sýni til að taka með ykkur í skólann og rannsaka frekar, t.d. í smásjá.

Teiknið og útfærið myndefni ykkar í útsaumsmynd og færið yfir á efni. Þið hafið frjálst val um efni til að sauma í; sjálfstæða mynd, púða, dúk eða í fatnað (líkt og James Marry).

Lokaafurð verður útsaumsverk ásamt fylgiskjölum; skýrsla sem lýsir fyrirbærinu sem þið völduð út frá náttúrufræði, ljósmynd, skissa og jafnvel sýni.

Verkefnin verða sýnd á bókasafninu

Gangi ykkur vel :-)