Mánudagur og þriðjudagur á Blásteini febrúar

Fer hér yfir daginn hjá okkur Blásteinsgenginu í myndum og máli

Mánudagur

Það er mikil útivera hjá okkur á mándudögum og þó við förum út í nær öllum veðrum þá kvörtum við ekkert ef veður er með okkur í liði og blæs okkur ekki um koll. Það eru mörg skemmtileg verkefni að fast við á útisvæði. Stórir Steinar að klifra eða hoppa á. Grindverk að ganga á eða klifra yfir, stórar snjóskóflur að moka með eða kústar að sópa stéttar. Ný Vinátta á milli barna myndast eða bara að fá ferskt loft í lungum.

Þjónar dagsins, leggja á borð, sækja matarvagninn og bjóða börnunum til sætis.

Verkefnin inni eru líka margvísleg og meðal annars höfum við verið að prófa jarðleir með börnunum sem og að finna ný verkefni að kljást við. Nýja verkefnið okkar þessa dagana er að búa til listaverk úr 100 hlutum og völdum við að nota legokubba í okkar verkefni en við skrifuðum líka bréf til annarra deilda á leikskólanum og skoruðum á þær að gera slíkt hið sama og senda okkur svo mynd af verkinu. Verður spennandi að sjá þá útkomu.

100 hlutir sem hjá okkur urðu að 100 Legokubbum

Verkið tilbúið

Þriðjudagur

Við vöknuðum upp við hvíta jörð í dag við mikla gleði okkar leikskólabarna og starfsfólks. Allir voru tilbúnir að leika svolítið í snjónum og svo var líka skógarferð hjá eldri börnunum

Margar hendur vinna létt verk
Snjór + Brekka = renna sér á rassinum
4 + 4

Og þar sem við erum enn að vinna með geimverkefnið okkar voru teknar fram geimbækur og farið svo í það skemmtilega verkefni að útbúa geimveru sem mun vonandi lifna við að einhverju leiti á næstu dögum.

Geimvera í lit

Ótal verkefni eins og myndirnar sýna en meira frá okkur síðar

Kveðja frá Blásteinsgenginu

Made with Adobe Slate

Make your words and images move.

Get Slate

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.