Loading

Handbók 1 Almennar upplýsingar, dagskrá o.fl.

Þessi handbók er gefin út af fararstjórn fyrir Alheimsmót skáta 2019. Hún er hugsuð sem verkfæri fyrir þátttakendur, foreldra/forráðamenn, IST, sveitarforingja og fararstjórn.

Reglur ferðarinnar

  • Sveitarforingjar/fararstjórn setja ramma og reglur
  • Þátttakendur leggja sig fram um að gera sitt besta til að vera sjálfum sér og íslenskum skátum til sóma
  • Neysla áfengis og/eða annarra vímuefna er stranglega bönnuð
  • Kynntu þér siði og venjur áður en þú dæmir og virtu margbreytileikann
  • Vertu stundvís og athugull
  • Passaðu upp á þig og náungann
  • Passaðu dótið þitt og virtu eigur annarra
  • Skátalög og skátaheiti eru lög ferðarinnar

Skátalög

1. Skáti er hjálpsamur

2. Skáti er glaðvær

3. Skáti er traustur

4. Skáti er náttúruvinur

5. Skáti er tillitssamur

6. Skáti er heiðarlegur

7. Skáti er samvinnufús

8. Skáti er nýtinn

9. Skáti er réttsýnn

10. Skáti er sjálfstæður

Skátaheit

Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess; að gera skyldu mína við Guð og ættjörðina, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin.

Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess; að gera skyldu mína við samvisku mína og samfélag, að hjálpa öðrum og að halda skátalögin.

1. Almennur undirbúningur og upplýsingar

1.1. Dagskrá ferðarinnar, helstu dagsetningar og viðburðir

1.2. Fararstjórn og sveitarforingjar

Fararstjórar:

Ásgeir R. Guðjónsson, asgeirg@skatar.is, GSM: 840-2172

Helstu verkefni: Samskipti við mótið, ferðaskrifstofu og fjárhagsáætlun.

Jóhanna Björg Másdóttir, johanna@skatar.is, GSM: 690-8474

Helstu verkefni: Samskipti við foreldra, BÍS, samfélagsmiðlar/fjölmiðlar, flug, einkenni o.fl.

Fararstjórn:

Dagbjört (Dagga) Brynjarsdóttir, dagga@skatar.is

Helstu verkefni: Tengiliður við Hugin og Munin, alþjóðadagur og Íslandskynning.

Ingimar Eydal, ingimar@skatar.is

Helstu verkefni: Tengiliður við Sleipni og heilbrigðismál.

Ólöf Jónasdóttir, olof@skatar.is

Helstu verkefni: Tengiliður við Garm, alþjóðadagur og Íslandskynning.

Guðjón R. Sveinsson, gudjon@skatar.is

Helstu verkefni: Sveitarforingi/tengiliður IST og öryggismál.

Rakel Ýr Sigurðardóttir, rakelyr@skatar.is

Helstu verkefni: Viðburðarstjóri BÍS, tengiliður við skrifstofu BÍS.

Guðmundur Sigurðsson, gummisukka@skatar.is

Helstu verkefni: Gera og græja og tilfallandi verkefni.

Garmur - ISL001

Sveitarforingjar: Bryndís Hafþórsdóttir, Harpa Methúsalemsdóttir, Guðrún Inga Úlfsdóttir (Inga) og Sigurður Hólm Sæmundsson.

Sleipnir - ISL002

Sveitarforingjar: Benedikt Þorgilsson, Kolbrún Ósk Pétursdóttir, Sif Pétursdóttir og Sædís Ósk Helgadóttir

Huginn - ISL003

Sveitarforingjar: Atli Bachmann, Daði Auðunsson, Kolbrún Reinholdsdóttir og Urður Björg Gísladóttir.

Muninn - ISL004

Sveitarforingjar: Kristín Guðjónsdóttir og Óskar Þór Þráinsson.

Fenrisúlfur - IST

Hópur skáta eldri en 18 ára sem starfa á mótinu og kallast IST

1.3. Viðbragðsáætlun

Í þessari ferð verður unnið eftir viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins, en Bandalag íslenskra skáta er aðili að þeim vettvangi. Í viðbragðsáætluninni er að finna verkferla sem aðildarfélögin skulu fylgja þegar upp koma atvik eða áföll sem kunna að hafa áhrif á starf félags. Verkferlar þessir eru einfaldir og eiga við í öllum tilvikum, óháð því hvaða ábyrgðaraðila og atvik er um að ræða. Dæmi um atvik sem viðbragðsáætlunin nær til eru agabrot, ávana- og vímuefnanotkun, veikindi, slys o.fl.

Fararstjórn og sveitarforingjar með stuðning frá BÍS hafa aðlagað áætlunina að ferðinni eftir þeim aðstæðum sem hópurinn á eftir að vera í.

1.4. Sögulegt yfirlit alheimsmóta

Eins og áður hefur komið fram er þetta heimsmót það 24. í röðinni. Fyrsta mótið var haldið fyrir 87 árum, eða árið 1920, í Englandi. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og heimsmótin verið haldin víða um heim. Fjórum sinnum hefur mótið verið haldið í Englandi, tvisvar í Kanada og Hollandi, og einu sinni í Danmörku, Ungverjalandi, Frakklandi, Austurríki, Filippseyjum, Grikklandi, Bandaríkjunum, Japan, Noregi, Ástralíu, Kóreu, Chile, Tælandi og Svíþjóð.

1.5. Yfirlit yfir undirbúning ferðarinnar

Á haustmánuðum árið 2018 voru þau Ásgeir R. Guðjónsson og Jóhanna Björg Másdóttir skipaðir fararstjórar ferðarinnar á vegum stjórnar Bandalags íslenskra skáta. Þau tóku við af einstaklingum sem sögðu sig frá sínu hlutverki í fararstjórn og kynningarhóp ferðarinnar. Fljótlega var auglýst eftir fleirum í fararstjórn til að hefja undirbúning sem fyrst. Í kjölfarið var hafist handa við að fastmóta ferðatillögur og kostnaðaráætlun. Eftir það var öllum skátafélögum og hópum boðið að fá kynningu í sitt skátafélag ásamt því að haldnar voru opnar kynningar í Skátamiðstöðinni. Í kjölfarið var opnað fyrir skráningu þátttakenda, sveitarforingja og starfsmanna (IST) á mótið. Mikil aðsókn var í stöður starfsmanna á mótinu en við vorum einungis með 30 laus pláss og fylltust þau á innan við klukkutíma og myndaðist biðlisti. En raunin varð sú að það komast allir með sem skráðir voru á biðlista. Sett var upp skráning í gegnum Nóra og fóru allar skráningar og greiðslur þar í gegn.

Hópurinn sem fer út eru 123 þátttakendur, 14 sveitarforingjar, 8 í fararstjórn og 28 IST, samtals eru það því 173 sem fara á vegum Bandalags íslenskra skáta á mótið. Ásamt því eru nokkrir íslenskir skátar sem sinna öðrum hlutverkum á mótinu.

Þátttakendum er skipt upp í fjórar sveitir sem heita Sleipnir, Garmur, Huginn og Muninn. Þar sem við náum ekki að fylla fjórar sveitir er Muninn hálf sveit og mun hún deila sveitarsvæði með annarri sveit frá annarri þjóð. IST er ein sveit og nefnist hún Fenrisúlfur.

Haldin var útilega í byrjun september 2018 á Úlfljótsvatni þar sem allir mættu á svæðið, tjölduðu og áttu frábæra tvo daga. Þar var áhersla á að sveitirnar kynntust, krakkarnir fengju upplýsingar um mótið og ferðalagið ásamt því að gefa sveitarforingjum og fararstjórn tækifæri til að kynnast sínum þátttakendum.

Haldnar voru sveitarútilegur í mars 2019 þar sem sveitirnar sameinuðust, kynntust, hófu undirbúning og skipulagningu ferðar. Þær sveitir sem voru dreifðar út um landið fengu styrk til að sameinast.

Hver sveit er með facebook síðu þar sem upplýsingar, fyrirspurnir og fleira kemur fram. Einnig er ferðin með opna like síðu á facebook. Fréttabréf voru send út nokkrum sinnum yfir undirbúningsferlið.

Fyrir ferðina þurfti hver þátttakandi að skila inn gögnum svo fararstjórn hafi afrit af þeim. Þau gögn sem þurfti að skila inn voru staðfestingar á ESTA, afrit af vegabréfi, undirskrifað samþykktarblað um að barnið ferðist með tilteknum sveitarforingja og uppáskrifað að foreldrar samþykki skilmála sem ferðaskrifstofa setur.

Fararstjórn komst í samstarf við ferðaskrifstofuna „Soaring Eagle Tours“ sem sér alfarið um þátttakendur utan mótsins. Má þar nefna rútur til og frá Washington, gistingu og afþreyingu þar ásamt því að finna matsölustaði og/eða matarbakka sem við tökum með okkur.

1.6. Heilsufarskýrslur

Allir þátttakendur hafa skilað heilsufarsskýrslu. Það er á ábyrgð þátttakenda og forráðamanna að hún sé rétt fyllt út. Tilgangurinn með henni er að hafa nauðsynlegar upplýsingar um viðkomandi þátttakanda ef upp koma veikindi eða slys. Almennt verða þessar skýrslur ekki notaðar nema í þeim tilfellum þar sem tryggja þarf að viðkomandi fái rétta meðferð miðað við upplýsingar sem koma fram í skýrslunni. Bæði mótið og fararstjórn hafa aðgang að þessum skýrslum en þær munu ekki koma fyrir sjónir annarra en þeirra sem þurfa á þeim að halda. Ef upp koma nýjar upplýsingar frá því að skýrsla er fyllt út fram að móti þarf að senda þær til fararstjórnar.

1.6.1. Lyfjamál

Þeir sem eru með lyfseðilsskyld lyf þurfa að fá vottorð hjá lækni á ensku með upplýsingum um þann sem á að fá lyfið og skammtastærð. Ef lyf er í vökvaformi þarf að setja það í plastrennilása poka og helst hafa minna en 100 ml í handfarangri. Við óskum eftir að þeir sem taka lyf séu með þau í lyfjaskömmtum, til að auðvelda sveitarforingjum að vera með yfirsýn yfir þau lyf sem þau þurfa að gefa.

Foringjar geyma lyfseðilsskyld lyf í læstri hirslu og láta þátttakendur fá lyf eftir þörfum. Ef þátttakendur þurfa að taka lyf yfir daginn fá þau lyfin afhent áður en farið er í dagskrá þann dag. Ólyfseðilsskyldlyf eiga þátttakendur að halda utan um sjálfir nema óskað sé eftir öðru.

1.7. Gjaldeyrir

Fararstjórn bendir á að þátttakendur sjálfir og foreldrar/forráðamenn þeirra eiga auðveldast með að meta fjárþörf hvers og eins. Þar sem allt er innifalið í ferðinni er í raun ekki þörf á vasapeningum en það eru verslanir á mótssvæðinu sem selja gos, sælgæti, minjagripi og annan smávarning sem gæti verið freistandi. Reynslan hefur sýnt okkur að oft eyða krakkarnir frá 1.500-2.000 kr. á dag að jafnaði. Ekki er gott að þau hafi með sér mikið lausafé heldur noti frekar debet- eða kreditkort og taki þá út í hraðbönkum. Kortin eru öruggasti greiðslumátinn á ferðalögum og minni hætta á að fé glatist. Gleymið ekki að hafa pin númer kortsins með, þau eru forsenda þess að hægt sé að nota þau þegar út er komið. Gangið endilega úr skugga um að kortið sé hægt að nota í Bandaríkjunum.

1.8. Geymsla á verðmætum

Rétt er að benda þátttakendum á að fararstjórn mun geyma vegabréf, en önnur verðmæti eins og t.d. kreditkort eða annar gjaldeyrir eru á ábyrgð þátttakenda. Það verður læst hirsla til að geyma lyf hjá sveitarforingjum en að öðru leyti hafa sveitarforingjar takmarkaðan aðgang að læstum hirslum.

1.9. Tryggingar

Ítrekað er að þátttakendur eru ekki tryggðir sérstaklega af Bandalagi íslenskra skáta meðan á ferðinni stendur og fara í ferðina á eigin ábyrgð. Hvorki Bandalag íslenskra skáta né fararstjórn eða sveitarforingjar verða sótt til saka eða krafin um bætur vegna líkamlegs eða fjárhagslegs tjóns sem þátttakandi kann að verða fyrir meðan á ferðinni stendur eða í tengslum við hana. Af þessum sökum er mjög mikilvægt að allir þátttakendur hugi sérstaklega að tryggingum sínum.

Algengt er að innifalið í almennum heimilistryggingum séu allar þær tryggingar sem þátttakandi þarf að hafa en rétt er að athuga það sérstaklega. Þær tryggingar sem þátttakendur þurfa helst eru eftirtaldar: ferðaslysatrygging (dánar- og örorkubætur), sjúkratrygging, ferðarofstrygging, samfylgd í neyð, farangurstrygging, forfallatrygging, greiðslukortatrygging og ábyrgðartrygging vegna tjóns þriðja aðila. Athygli er vakin á því að í flestum tilfellum eru einhverjar almennar takmarkanir á bótaskyldu tryggingafélagsins, s.s. vegna tjóns sem beint eða óbeint leiðir af fjallaklifri, bjargsigi og fleiri íþróttum sem skátar kunna að stunda.

Allir þátttakendur eiga að skila inn tryggingastaðfestingu þar sem kemur fram hvaða tryggingar þátttakandinn er með.

1.10. Upplýsingagjöf og samskipti

Fararstjórn mun reyna að halda foreldrum/forráðamönnum og öðrum áhugasömum upplýstum á meðan á mótinu stendur. Notuð verður like facebook síða hópsins til að upplýsa um almenna stöðu hópsins og segja frá viðburðum. Fararstjórar ásamt starfsmanni BÍS verða í samskiptum við fjölmiðla ef þörf krefur.

Ef upp koma aðstæður þar sem fjölmiðlar sækjast eftir fréttum er mikilvægt að benda á rétta aðila þannig að réttar upplýsingar komist til skila. Í neyðartilfellum gerir fararstjórn og tengiliður hennar á Íslandi allt sem þau geta til að koma upplýsingum sem fyrst til foreldra/forráðamanna.

1.10.1. Samskipti við þátttakendur

Í nútíma heimi eru oft samskiptaleiðir auðveldari og því fá foreldrar oft símtöl um líðan barnanna sinna áður en sveitarforingi eða fararstjórn veit af. Það er mikilvægt að foreldrar/forráðamenn ræði mikilvægi þess að þátttakendur tala við sína sveitarforingja ef þeim líður illa.

Ef þau hringja í foreldra/forráðamenn sína er mikilvægt að tala við þau, vera róleg, jákvæð og hughreystandi. Komast í rólegheitum að vandamálinu og finna leið til að upplýsa sveitarforingja/fararstjórn um málið.

Ef foreldrar eru óöruggir eða með spurningar er mikilvægt að þeir leiti svara í gegnum síma, tölvupóst eða á facebook síðum hópsins.

1.10.2. Menningarmismunur

Á alheimsmóti skáta verða skátar frá öllum heimshornum. Eins og gefur að skilja tölum við sitthvort tungumálið, berum sitthvorn hörundslitinn, hver hefur sína trú, siði og venjur. Allt er þetta hluti af fjölbreytileika heimsins en við komum þarna öll saman undir sömu formerkjum, við erum skátar. Þegar fjölbreytileikinn er orðinn svona mikill verðum við að vanda málfar okkar og hegðun, því það sem getur verið eðlilegt í okkar augum getur verið óeðlilegt í augum annarra. Því er það mikilvægt að við tökum tillit til mismunandi skoðana af öllu tagi. Þá er ekki ætlast til að við förum að segja skátum frá öðrum þjóðum hvernig þeir eiga að gera eða þeir gera ekki þetta eða hitt o.s.frv.

Skjal þetta er útbúið af farastjórn WSJ 2019 með fyrirvara um breytingar og verður uppfært ef þörf krefur.

Credits:

Created with images by geralt - "dollar currency money" • RyanMcGuire - "speak talk microphone" • WenPhotos - "friendship scouting scout"

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a copyright violation, please follow the DMCA section in the Terms of Use.