Kaka uppskrift frá mömmu

uppskrift eftir sigríði júlíusdóttir

Kakan

innihald fyrir kökuna:

 • 350 gr hveiti
 • 200 gr sykur
 • 200 gr púðursykur
 • 300 gr smjör - við stofuhita
 • 3 stór egg
 • 1 dl mjólk
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 1/2 teskeið engifer
 • 1 tsk múskat
 • 1 1/2 tsk kanil
 • 2 muldir negulnaglar
 • 1/4 tsk salt
 • 1/2 tsk reykt paprika
 • 75 gr valhnetur
 • 100 gr pekan hnetur
 • 80 gr möndluflögur

uppskrift:

Mælið öll þurrefnin út í skál og blandið vel saman með sleif. Hrærið smjörið samanvið þurrefnin uns það er vel jafnað.

Brjótið eggin út í skál og hellið mjólkinni saman við og hrærið vel saman með gaffli. Hellið eggjablöndunni hægt út í deigið og hrærið vel á meðan uns allt er vel blandað saman og deigið er jafnt og slétt að sjá.

Takið hnetur og möndlur og saxið í æskilega stærð, og hellið út í deigið.

Blandið vel saman með sleif.

Bakið í 2 springformum við 180 gr celcius í 45-55 mín í miðjum ofni.

Kremið

innihald fyrir kremið:

 • 100 gr smjör við stofuhita
 • 200 gr flórsykur
 • 250 gr rjómaostur við stofuhita
 • 4 msk hlynssýróp
 • 1/4 tsk vanilludropar
 • 1/2 tsk lime eða sítrónusafi (best ferskt)

uppskrift:

Hrærið saman smjöri og rjómaosti uns það hefur samlagast og mýkst. Blandið saman flórsykri og hrærið vel. Hellið að lokum vanilludropum, hlynssýrópi og lime safa og hrærið kremið vel á meðan.

Látið kökubotnana kólna á grind áður en kreminu er smurt á botnana.

Berið fram með muldum ristuðum möndluflögum til skreytingar.

Takk fyrir mig.

Þórunn Ebba Örvarsdóttir.

Report Abuse

If you feel that this video content violates the Adobe Terms of Use, you may report this content by filling out this quick form.

To report a Copyright Violation, please follow Section 17 in the Terms of Use.